Læknablaðið - 01.04.1918, Side 3
4. árgangur.
Apríl, 19x8.
4. blað.
Radiumlækning'ar.
Ágrip af fyrirlestri fluttum i Læknafélagi Reykjavíkur í janúar 1918.
Eftir Gunnlaug Claessen.
Radíum er eitt hinna svonefndu radioactiv* eöa geislandi efna;
þau gefa frá sér geisla algerlega af sjálfs dáðum, án allra ytri áhrifa,
svo sem ljóss eða rafmagns. Til framleiöslu Röntgengeisla þarf, eins og
kunnugt er, háspentan rafmagnsstraum og ýmislegar vélar; til fram-
leiðslu radíum geisla þarf ekki annaS en radíurn; orkan, sem framleiðir
geislana, býr í efninu sjálfu.
Tildrögin til þess aö radioactiv efni fundust voru rannsóknir eblis-
fræSinga á „fosf orescens" og „fluoreíscen s“. Til eru efni, sem
bera birtu nokkra stund eftir aS þau hafa orSiS fyrir ljósáhrifum, og er
þetta nefnt „fosforescens“. Önnur efni geta tekið móti ljósgeislum, en
gefiö ])á frá sér aftur í breyttri rnynd; t. d. sýnist yfirborSsflötur stein-
olíu blár, þótt olían sé annars litarlaus ; steinolían tekur í sig sólgeisla,
en kastar þeim aS nokkru leyti frá sér aftur sem bláu ljósi. Þetta nefna
menn „fluorescens". Franskur eSlisfræSingur, prófessor Becquerel,
rannsakaSi ])vilík efni og fann aS frumefniS ú r a n í u m Var ekki ein-
göngu „fosforescerandi", en gaf líka frá sér ó s ý n i 1 e g a geisla ;
Becquerel hélt fyrst aS skilyrSiS fyrir myndun ósýnilegu geislanna væri
undangengin ljósáhrif, en af tilviljun fann hann aS úraníum, sem veriS
haföi í myrkri, gaf lika frá sér þessa nýfundnu geisla. Þar meS var
sannaS aS úraníum sjálft er radioactivt. Geislarnir voru fyrst nefndir
úraníumgeislar, en síSar eru þeir venjulega kendir viS Becquerel, sem
meS uppgötvun sinni lagSi grundvöllinn undir vísindalega þekking og
rannsókn á radioactiv efnum. Þessi nýja visindagrein snertir bæSi efna-
og eSlisfræði. ,
Hvernig er sönnuð tilvera ósýnilegra geisla?
1. Þeir hafa áhrif á ljósmyndaplötur; t. d. má taka myndir af ýmsum
smáhlutum meS radíum- eins og Röntgengeislum.
2. Rafmagnsáhrif á loftiS. Ef radíumgeislar fara um loftbil milli „leiö-
ara“, sem hlaSnir eru rafmagni, getur rafmagniS streymt um loftiS, úr
* Hr. landlæknir G. Björnson hefir eftir ósk minni þýtt radioactiv og radioactivitet
og myndað orðin „geislandi'* eða „geislaríkur" og „geislakraftur".