Læknablaðið - 01.04.1918, Qupperneq 16
Ö2
LÆKNABLAÐIÐ
sem taki?5 hafSi veriS. Veikin stóS oftast stutt, sjaldan nema fáa daga ef
læknis var leitaö og sjúkl. fóru vel meö sig, en vitanlega talsvert lengur,
ef þeir fóru á fætur áöur en þeim var aö fullu batnaS, veiktust þá stundum
aftur og aftur. Aspirin haföi fljót og góð áhrif á veikina.*
Nafniö, sem eg hefi gefið veikinni, er vitanlega álitamál hversu heppi-
lega er valiö; en i rauninni á þaö aö sýna þaö eitt, aö eg þekti ekki veikina
og þótti hún að ýmsu svo einkennileg, aö eg vildi ekki setja hana í rusla-
kistuna influenza, sem annars heföi legiö næst. Sérstaklega var útbreiösla
veikinnar gagnólík þeim bráöu influenza-sóttum, sem hingaö hafa borist
frá útlöndum og tekiö hafa nálega hvern mann á skömmum tíma og
margir verið langa-lengi að ná sér eftir. Þótt þessa veiki fengju margir,**
voru þeir þó miklu fleiri, sem ekki fengu hana, og þessa, sem fengu hana,
var hún að smá-tína upp í 3 mánuði."
Nú geta aðrir sagt, hvaö þeim sýnist réttast aö skíra faraldur þetta
— eg skírði bara skemmri skím — og fróðlegt væri að vita, hvort svipað
faraldur hefir gert vart við sig annarsstaðar um sama leyti.
Dalvík, 8. apríl 1918.
Sigurjón Jónsson.
ú
Smágreinar og athugasemdir.
Paratyfus. Jón læknir Jónsson á Blönduósi hefir sent eftirfarandi upp-
lýsingar um þá tvo sjúkl., sem getið er um í grein S. J. hér aðí framan:
A. Bd. 21 árs. — 21. sept. Höfuðverkur að kvöldi dags. — 22. sept.
HÖfuðverkur (lasin, við rúmiö). — 23. sept. Eins. — 24. sept. T. 37.6 m.,
38.7 kv. — 25. sept. T. 37.8 m., 39.9 kv. — 26. sept. T. 37,8 m., 39,8, Diarr-
hoea. — 27. sept. T. 38.4 m., 38.5 kv. — 28. sept. T. ,37,5 m„ 38,0. —
29, sept. T. 37.5. Hægðar góöar.
S. Pd. 32 ára. — 22. sept. Höfuðverkur að kvöldi dags. — 23. sept.
Höfuðverkur (lasin viö rúmið). — 24. sept. T. 37.6 m., 38.7 kv. — 25.
sept. T. 37,8 m., 39.9 kv. — 26. sept. T. 38.6 m., 39.1, kv. Diarrhoea. —
27. sept. T. 38,4 m., 38.4, kv. Diarrhoea. — 28. sept. T. 38.5 m., 38.0, kv.
— 29. sept. T. 37.5 m. Hægöir í lagi.
Viö læknisskoðun 27. fanst miltisþykni lítið og garnagaul í langanum,
en engin eymsli.
Síðan hefir ekkert borið á þessari veiki, en hvaðan kom hún? Sjúk-
lingurinn, sem fyrst veiktist, kom norðan af Akureyri, og ekki óhugsandi
að hann hafi boriö hana í sér þaðan.
* „Symptomatisk" a. m. ,k. — S. J.
** Kunnugt er mér, að fleiri fengtt sóttina en læknis leituðu; svo er það um allar
farsóttir, a. m. k. til sveita, að fleiri eða færri leita ekki læknis, þeir er só'ttin
er væg á. — S. J.