Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1918, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.04.1918, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 63 f febrúarblaðínu síbasta var þess gfetiö, ab opinber rannsókn hafi veiib hafin gegn einum lækni í Kristjaníu vegfna óleyfilegra vínseöla. Som sönnunargögn í málinu voru lagðir fram 1270 lyfseðlar, sem hann haíöi gefib út og lögreglan hafSi týnt saman í ýmsum lyfjabúbum bæjarins og lagt hald á. Þetta kærði læknirinn og taldi ólöglegt, algerlega ósamrýmanlegt j)agn- arskyldu lækna og lyfsala. Hæstiréttur í Kristjaníu áleit, aö þar sem svo mikiS sé lagt upp úr þagn- arskyldu lækna, ab samkvæmt hegningarlögunum væru joeir ekki skyldir aö vitna í málum (viövikjandi læknisstarfi sínu) nema í sérstökum tilfell- um, t. d. til jæss aö koma í veg fyrir aö saklaus maöur veröi dæmdur, eöa fyrirbyggja meiriháttar glæp. Samkvæmt þessu virtist hæstarétti ekki samræmi í ])ví aö banna aö leiöa lækni sem vitni, en leyfa aö leggja hald á sjúklingabækur hans eöa þá lyfseöla sem hann hefir gefiö út handa sjúk- lingum sinum. Sams konar þagnarskylda hvílir á lyfsölum. Því úrskuröaöi hæstiréttur aö' ekki mætti leggja hald á lyfseölana né nota þá sem sönnunargögn. Útafþessum úrskurði hefir nú stjórnin lagt frv. fyrirStórþingiö þess efnis aö framvegis sé leyfilegt aö nota lyfseðla sem sönnunargögn í sakamálum. Mjólkurfræði eftir Gísla Guömundsson, 1. hefti, er nýlega komin út. I bók þessari er ýmislegt, sem læknum er nauðsynlegt aö vita, ])ví aö vcl geta þeir þurft aö skera úr því, hvort mjólk sé svikin eöa ekki. Höf. ritar skýrt og vel. Fæ eg ekki betur séö, viö fljótl. yfirlestur, en aö bókin sé góð og gagnleg. G. H. Samanburður. Hafnarstjóri: byrjunarlaun kr. 5000.00 og l/z°/o af nettó- tekjum hafnarinnar. Prófessor viö háskólann: byrjunarlaun kr. 3000.00 hækkar á 27 árum upp .í kr. 4800.00. Hafnarfógeti: byrjunarlaun kr. 3600.00, hækkar á to árum upp í kr. 4600.00. Docent viö háskólann: byrjunarlaun 2800.00 kr., hækkar aldrei, engin eftirlaun. — Eftirlaun héraðslæknis eftir 35 ára þjónustu kr. 1000.00, meö dýrtiöaruppbót kr. 1400.00. Eftirlaun lögreglu])jóns eftir 30 ára þjónustu kr. 1500.00, meö dýrtíöaruppbót kr. 1900.00. Eftirlaun sótara i Reykjavík kr. 1200.00. Þegar læknar senda mér eitthvað til rannsóknar, vil eg vinsamlega biðja ])á aö merkja sendinguna vel, setja nafn sitt á, segja hvað sent er og hvaöa rannsókn á aö gera. Ef t. d. vefur er sendur, þá tilgreina hvaöan hann er og hvað læknir helst óskar að fá að vita, t. d. hvort þaö er um tubercu- losis, aktniomycosis eöa malignitas aö ræöa. Ef vökvi er sendur, þá til- greina hvaðan hann er; t. d. frá pleura eða úr cystis; sama er aö segja um blóð og þvag. Stefán Jónsson. Vegna þess aö M. Júl. Magnús læknir er farinn úr stjórn Lbl., eru kaup- endur beðnir vinsamlega aö senda framvegis borgun fyrir blaöiö til Stefáns Jónssonar læknis.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.