Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1920, Síða 13

Læknablaðið - 01.06.1920, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 9i andi eftir því sem hærra kom upp í skólann, upp í 2,5%. Var þá mi'öaö viö að börnin aö eins heyröu hvísl (Flusterstimme) í 6 m. jarlægð. Þó er slík heyrnardeyfa því sem næst bagalaus fyrir barnið. Annars eru börn svo heyrnarg-óö, aö þau heyra hvísl á 25 m. færi! — Því má ekki gleyma, að veget. aden. eru oft orsök heyrnardeyfu á börnum. Skarlatssótt. Talið er (Selter) aö um 40% barna séu ónæm fyrir henni. Annars legst hún mikiö á skólabörn. Sjaldgæft er aö börnin séu afsýkjandi eftir 6 vikur frá sjúkdómsbyrjun. — Sótthreinsun! Hálseitlar (reg. submandibul., við angulus, framan og aftan st. cl. mast) eru oft bólguir á yngstu börnunum, miklu sjaldnar á miðjum skóla-aldri og sjaldgæfir til þess að gera á elstu börnunum. Mikið af þessum lítilfjör- legu eitlabólgum er e k k i sprottið af berklum heldur tann- og nefkvillum, vegetat. adenoideae, excema o. þvíl. Annars virðast bólgnir eitlar standa í einhverju sambandi viö ríkulega fitu í fæðunni. Þeirra hefir t. d. gætt tniklu minna á ófriðarárunum í Þýskalandi. Úr mislingum dóu í Bayern (1893—1902) 3i,g%e á 1. ári, 43,5%^ á öðru, 7>3%o á 3—6. ári og 1,3%® á 6.—11. ári. Tvö fyrstu aldursár- i n e r u langhættulegust. Flest deyja úr ýmsum eftirköstum veik- mnar. — Full reynsla er fyrir því, að börnin eru ekki afsýkjandi, þó hreistrun sé ekki lokið. Kíghósti drepur flest börn, að mislingum fráskildum. Eftir stadium con- vuls. smita börnin ekki. Hafa skal gætur á fylgikvillum, berklav., eyrna- bólgu, magnleysi o. fl. Barnaveiki. 10% sjúkl. deyja úr henni í Þýskalandi þó serum sé notaö. Án þess um 40%! — (Zeitschr. f. Schulgesundheitsplege). Um handaveiki síldarstúlkna rita þeir Stgr. Matthíasson og Guðmund- ur Finnbogason í 8.—9. tölubl. Freys. Síldarstúlkum hættir mjög við að fá fleiður, blöðrur og igerðir á höndurnar, einkum þeim sem kverka síld meö mikilli átu. Kveður oft svo mikið aö þessu, að þær verða óverkfærar. og getur slíkt valdið stórtjóni. Hreinlæti og áburðir geta verið nokkur vörn, gummivetling-ar henta ekki vel vegna þess aö hendurnar verða blaut- ar innan í þeim. Best hafa gefist vetlingar úr görfuðu, fituðu eða olíu- bornu skinni og hefir G. F. gert nokkrar ráðstafanir til þess að slíkir vetlingar væru búnir til. Vér læknar höfðum fyrir löngu átt að hafa fundið ráð sem dygðu, en nú koma þau að nokkru frá próf. í vinnuvísindum. Beinkröm og ljóslækningar. í hallærinu á Þýskalandi hafa börn fengið beinkröm hrönnum saman. Matur var ekki til, og vitamin. Þjóðverjar tóku þá að nota ljóslækningar viö beinkröminni (of bláa geisla, fjallasól) og sjá! Börnunum snarbatnaði þó sætu við sama kost! Þetta er að deyja ekki ráðalaus. En hvað segja þeir svo, matarfræðingarnir, um sitt anti-rachi- tin? Annars er það gamalkunnugt, að sólarljós og útivist er holt bein- kramarbörnum, og ætti þessi nýja viska að vera áminning um það, að treysta ekki á matinn einan. Lestrarfélög voru tíö milli lækna í Noregi fyrir ’86. Flest keyptu 3 timarit. Oft voru skil ill á ritunum og einnig borgun, svo hún lenti þá á formanni. Ulr. Bugge segir, að best sé að hafa fáa í félagi, og kaupa ekki fleiri en 2 tímarit eða 3, gæta þess jafnframt, aö allir skilji vel málið.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.