Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1920, Síða 14

Læknablaðið - 01.06.1920, Síða 14
92 LÆKNABLAÐIÐ sem á þeim er. Félög þessi munu aö mestu liöin undir lok. Skyldum vér ísl. læknarnir vera jafnmiklir trassar? Hvaö líöur umferðarbókinni ? Vamir gegn berklaveiki. J. Fairley, tuberculosis-officer of Porthsmouth fer þessum oröum um þær í Lancet 14. febr. '20: Vér erum allir sammála um þaö, aö meöan varnir vorar gegn berklaveiki eru bygöar á heilsuhæl- unum, þá getum vér aldrei viö sjúkdóminn ráöiö. Yfirleitt má segja, aö öll ráö, sem byggjast á lækningu lungnaberkla, séu gagnslaus. Dr. Bards- well hefir nýlega sýnt fram á, aö heilsuhælisvist lengi ekkert líf manna í Lundúnum og sama reynsla er hér í Portsmouth. Þær aðferðir, sem vér notum nú, eru gagnlausar og verri en gagnslausar, er þess er gætt, hve mikið þær kosta. — Alt er undir því komið, að geta forðað heilbrigöum frá sýkingu. Hættan kemur úr tveim áttum. K ú a m j ó 1 k er oft sótt- menguð (10%), en ókleyft er þaö ekki, aö útrýma sjúkd. á kúnum (tuber- culin), eða gera sóttnæmið óskaðlegt í mjólkinni. S m i t u n f r á mönn- u m er aðalatriðið, og meðan einangrun manna með smitandi berkla kemst ekki á í stórum stýl, höfurn vér ekki reynt að grafa ræturnar undan sjúkd. Fyr eöa siðar hlýtur þetta að verða gert, ef ekki af oss, þá af eftirkomendum vorum. Slík einangrun verður að gerast i heilum sveitum eða landshlutum, og það verður að greiöa götu allra, sem smitandi eru, til þess að þeir geti sest að á þessum stöðum. Það gæti komið til tals, að láta þá fá leigulaust land, bústaði, eldsneyti og nokkurn fjárstyrk fyrir hvern mann. Með vissum skilyrðum mætti leyfa fjölskyldum að lifa saman. Stjórn héraðsins yrði í hönduin sjúk- linganna sjálfra. Þar gætu sjúkl., sem koma frá heilsuhælum fengið létta vinnu við sitt hæfi, aðrir góða, hentuga bústaöi o. s. frv. Ef alt væri vei i haginn búið, myndu margir taka þessu fegins hendi, sem nú liggur ekki annað fyrir en sveitin. Fjármunalega ætti þetta að geta borið sig sæmi- lega, því öllum væri gefinn kostur á að starfa nokkuð þarft eftir því sem kraftar leyfa. Encephalitis lethargica gerði fyrst vart við sig í Austurriki 1917. Til Frakklands og Englands var hún komin 1918 og sama ár, um haustið, til Bandaríkjanna. Vorið 1919 var hún komin vestur á við inn í mið Banda- ríkin og til Kyrrahafsstrandarinnar í okt. sama ár. Sjaldan sýkjast fleiri en einn á sama heimili og veikin er tæpast beint afsýkjandi. Menn fá hana jafnt þó sloppið hafi við influensu, og bæöi uppruni veikinnar og sýkingarháttur er óþektur. — (W. House í J. ot Am. Med. Ass.). Nephritis-influensa. Thomson & Macauley vekja eftirtekt á því í Lan- cet 28. febr., að nephritis sé algeng eftir infl. Stundum er þetta einföld albuminuri, stundum nephr. a;c. Veikin kemur stundum fram er sjúkl. er farið að batna, jafnvel síðar, líkt og eftir scarlat. Það sé því áríðandi að prófa þvagið og helst oft. Inflúensan í Sandgerði. Héraðsl. Þorgr. Þórðarson hefir sent Lbl. all- nákvæma skýrslu um hana, og er þetta útdráttur úr henni: Bátar fóru frá Rvík til Sandgerðis 5'., 6. og 7. mars, en 8 mars kom samgöngubannið við Rvík. Þann 10. mars lögöust fyrstu mennirnir 3, 11. 3, 12, 1, 13, 23, 14, 8, 15, 13, 16, 11, 17, 11, 18, 12, 19, 13, 20, 6, 21, 4, 22, 1, 24. 1, 25. 1. — Alls sýktust IH. ÍJtbreiðslan hefir verið hröö með ótví-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.