Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Síða 3

Læknablaðið - 01.03.1921, Síða 3
iohiiihiii 7. arg. Mars, 1921. 3. blað. Konur í barnsnauð. Memoranda et memorabilia úr fæðingarpraxis. Eftir Steingrím Matthíasson. Meðferðin á ecclampsia. Reynsla mín, áöur en eg kyntist Stroganoffs a'Sferð, var sú, að jáfnvel ecclampsia, sem eg hélt vera af verra tagi, eins og sú, sem eg gat um í greininni á undan (bls. 162), varð hvorki konunni né burði hennar (tví- burum) að neinu tjóni. Eg notaði þá að eins klóróform i hverri krampa- kviðu. Og líklega hefði alt gengáð vel, þó eg hefði ekkert klóróform gefið og aö eins setið hjá sem athugull áhorfandi. En þannig rná enginn læknir sitja, eins og kunnugt er; eitthvað verður að gera, þó vitlaust sé eða hocus-pocus. („Einhvern andskotann verðitr að gera!“ sagði vel metinn borgari við mig, er eg ekki vildi hella meðulUm í vítlausan mann). Eftir að eg hafði lesið um Stroganoff (referat Matth. Einarssonar i Lbl. nr. 4, 1915), fanst mér aðferð hans kærkomin og hef síðan reynt hana nokkrum sinnum. „Faute de grives on prend des merles,“ segja Frakkar. í flestum bókum sést aðferð hans ráðlögð praktiserandi 1 æ k n u m, sem eru langt frá sjúkrahúsi eða fæðingarstofnun og treyst- ast ekki til að ráðast í nein stórræði. Og flestum kemur víst saman um, að nota hana við fæðingarkrampa, sem koma e f t i r fæðingu. Það gerði eg líka við þær þrjár sængurkonur, sem eg gat um í greininni á undan, að fengið hefðu krampann eftir afstaðna fæðinguna. Tvær konurnar' fengu að eins fáar krampakviður, en sú þriðja fékk eitthvað þrjátíu krampaslög afarsnögg með stuttu millibili. Eg gaf þeim morfín subcutant og cloral pr. clysma lege artis. Þær náðu sér vel og fengu góða heilsu. Post hoc? Propter hoc? Ecclampsiæ post partum er annars vant að telja lífshættu- legri en hinar. Stroganoffs aðferð er vandalitil. Þess vegua hefir henni verið vel tekið. Zweifel í Göttingen gefur þessar reglur um' notkurí hennar (sjá Ars medici nr. 5, 1917): Við komu læknis til konu með ecclampsia: inj. morph. IV2 ctgrm. 1 klst. þar á eftir — clysma hydrat. chloral. grant 2—20. 3 klst. þar á eftir — inj. morph. O/2 ctgrm. 7 klst. þar á eftir — clysnta hydrat. chloral. gram 2—20. 13 klst. þar á eftir — sania: gram 1Vz—15. 21 klst. þar á eftir — sama: gram 1%—15.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.