Læknablaðið - 01.03.1921, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
47
Mannfjöigun var 1876—'85 aö eins 6,8%c, 1886—1916 um ii,5%c, e'öa
rúmlega þaö, 1917 var hún i4-7%c, 1918 10,3 og 1919 12,8.
Manntalið 1920. Þetta eru nokkrar helstu tölurnar: Alls töldust lands-
búar 1. des. 1920 94.690. Á síðastliðnum 10 árum hafa bæst viS 9200
manns eSa um Kaupstaðirnir hafa vaxiS um 9077 manns eSa ná-
lega því sem svarar allri mannfjölguninni! í 10 sýslum hefir fólki fækk-
aS á síSasta áratug, mest i Dalasýslu, þá í Árness og þar næst í Borgar-
fjaröarsýslu. Mannfjöldi í Vestmannaeyjum hefir tvöfaldast.
Heimilisfastir i kaupstöðunum voru: í Rvík 17.420, Hafnarf. 2.343,
ísaf. 1990, Sigluf. 1128, Akureyri 2575, SeySisf. 871 og Vestmannaeyj-
um 2519.
Þaö má segja, aS vér förum ekki varhluta af aSsókninni aS kaupstöð-
unum, hversu holl sem hún reynist. Er þaö alvörumál, aö fólki skuli jafn-
vel fækka í bestu sýslutn landsins.
Heimur versnandi fer. Þakklætisvert er þaö aS visu, aö fá þau stuttu
yfirlit yfir vöxt og viðgang þjóðarinnar, sem HagtíSindin' bafa flutt, en
mikil afturför eru þau þó frá árlegu skýrslunum, sem fyr komu í
Landshagsskýrslunum. Bótin er, að Hagstofan er nú í þann veginn að
gefa út vandaö yfirlit yfir dánarorsakir síöustu árin o. fl. MeS vorinu eiga
svo þær miklu Heilbrigöisskýrslur frá landlækni aö koma út, og þá fyrst
er lagiS komiö á.
Landsspítalanefnd hefir veriö skipuö nýlega: Guöm. Hannesson, Jón
Hj. SigurSsson og GuSm. Thoroddsen.
Frá læknunu — Stefán Jónsson, dócent, er nú kominn á fætur og byrj-
aöur á kerislu. — Sigv. Kaldalóns er ntjög heilsuveill enn, hefir ekki getað
sint ferðalögum og stendur til aö hann fari bráölega utan sér til heilsu-
bótar. — Nýlega hefir frézt, aö Kristján Kristjánsson liggi mjög sjúkur
(gallsteinar). — KonráS KonráSsson læknir nýfarinn utan og kona hans
á leiö til Þýskalands. — Matthias Einarsson og Halld. Hansen nýkomnir
heim. —Helgi Skúlason hefir dvaliö all-lengi í Þýskalandi viS augn-
læknisnám, en er væntanlegnr heim næsta vetur. — Gunnlaugur Einars-
son er sem stendur í Wien aö kynna sér háls og eyrnasjúkd. hjá próf.
Neumann. Hann lætur hiö besta yfir sér, vinnur frá 7—12 og 4—7, hefir
auk þess keypt sér sérstaka kenslutima, fyrid 1000 kr. timann (NB. austur-
rikskar).
Taugaveikin á Húsavík. Frést hefir nýlega, aS taugav. haldi þar áfram
og sé skæS. EitthvaS mun vera hér til af taugaveikisbóluefni, og veröur
héraSslækni vonandi sent þaö. ÞaS sýnist jafn sjálfsagt aS sjá héraðs-
læknum fyrir því, er skæö veiki kemur upp, og serum antidifther.
Alþýðlega kenslubók í steinsteypu hefir GuSm. Hannesson samið, og
kemur hún út í „Sindra“, timariti iönfræöafélagsins. Er þaö hugmynd
hans, aö steinsteypa geti oröiS hér heimilisiSnaSur og menn s p a r a ð
sér stórum byggingakostnaS með því aö vinna mest af
veggjageröinni sjálfir. Til þess aö þetta takist, þarf slika bók, en auk
hennar, ef vel á aö vera, stutt námsskeiö viösvegar um land. Er ekki örvænt
um að þeim mætti koma á. á sínum tima. — ÁSur hefir hann ritað bæk-
ling um skipulag sveit'abæja og væri vel ef læknar bentu þeim á hann,
sem þurfa aö byggja.