Læknablaðið - 01.06.1923, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
.37
(lag á slysastofunni og þriöja daginn á sjúkrastofunum. Síöan eg kom,
hefir ýmislegt boriS fyrir augu, enda var ambulancínn kallaSur út 26
sinnum einn daginn. Eg er aö hugsa um, aö ráöa mig hérna til nokkuö
langs tíma, því eg hefi loforö fyrir reservelæknisstööu, ef eg vil vera
hér nokkra mánuöi fyrst, sem kandidat. Yfirlæknirinn hér er frægur
sérfræöingur í slysalækningum eöa „traumatic surgery“. Lætur hann „re-
servelæknana“ gera nær alla skuröi, en segir fyrir verkum. Viö höfö-
um 10 operationir liér einn daginn.
Þegar eg hefi verið hér nægju mína, býst eg viö aö ljúka við námsskeiö
mitt á Post-Graduate skólanum.
Eg efast ekki um, aö New York ér besti staöurinn fyrir lækna aö leita
sér framhaldsmentunar í, sérstaklega d*f menn geta veriö hér nógu lengi.
Gallinn á því er, aö hér er mjög dýrt að lifa. Þaö er ómögulegt, aö lifa
hér fvrir minna en $ 100.00 á mánuöi, og sem sagt, getur veriö erfitt aö
komast að á góöum spitaja. Eg álít sjálfsagt fyrir þann, sem fær veitingu
fyrir docentsembættinu. heima, aö reyna aö komast aö á hinu heimsfræga
Rockefeller Institute. Mér þykir ekki ótrúlegt, aö hægt væri að fá þar
„scholarship“. Umsóknina er best aö senda til The Rockefeller Foundation,
61, Broadway.
Annars er í ráði, aö The American-Scandinavian Foundation, sem kost-
ar marga scandinaviska stúdenta í Ameríku og vice versa, stofni sér-
stakt íslenskt scholarship. Sú stofnun vinnur mjög aö andlegri samvinnu
með Noröurlöndum og Ameríku, og er þaö mest að þakka Dr. H. G. Leach,
sem er forseti þess félagsskapar og einhver mesti Noröurlandavinur vest-
an hafs. Hefi eg notið þess, aö eg er íslendingur og verið boöinn nokkr-
um sinnum, ásamt öðrum Scandinövum á hiö stóra og rikmannlega heimili
hans, enda þótt eg sé aö engu leyti á vegum stofnunarinnar. Hafa þau
kynni, sem eg hefi haft viö hann og ýmsa aðra góöa menn hér, sannfært
mig um, að Bandaríkjamenn eru ekki allir sálarlausir Mammonsþjónar,
uppskafningar og „humbugistar", eins og surnir heima í gömlu löndun-
um vilja halda fram, heldur hitt, að mikill hluti þessarar þjóðar hefir
tekiö aö erföum göfugmensku Engilsaxa, atorku. Germana og höfðings-
hátt Norðurlandabúa. Er eg sannfærður um, aö siömenning hins hvíta
mannflokks mun bera marga nýja brumhnappa hér fyrir vestan hafið,
enda þótt svo óvænlega fari, að sumar af þeim rótunum, sem vaxiö hafa
austan hafsins, fúni.
Aths. Grein þessari byrjaði eg á í desember '22 og lauk henni ekki
fyr en í febrúar s. 1. Það dróst fyrir mér að senda hana, svo eg varð
henni aö lokum samferöa, enda varö eg að hverfa heirn fyr en eg hafði
ætlað, sökum orsaka, er eigi þarf aö tilgreina. Kolka.