Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1923, Side 10

Læknablaðið - 01.06.1923, Side 10
LÆKNABLAÐIÐ Læknafélag' Reykjavíkur. Fundur var haldinn í L. R. mánud. 14. maí, á venjul. staS, kl. 8síöd. T. Augnlæknir Helgi Skúlason flutti erindi um operativ meðferð á glaucoma. Fyrirlesarinn sagði í stuttu máli frá sögu operativ meðferðar á glaucoma, og síðan frá eigin reynslu viö cylcodialysis á 37 sjúkl. Las hann upp flestar sjúkrasögurnar aö lokum, og var þakkað erindið með lófataki. II. Umræður um sérfræðingafrumvarpið. Ritari las upp eftirfarandi bréf frá próf. Guðm. Magnússyni: Reykjavík, 12. maí 1923. Mér finst ýmislegt athugavert við uppkast það að frumvarpi um sér- fræöinga, sem Læknafélag Reykjavíkur hefir sent mér. Af því að eg býst ekki við að verða á fundi, þegar þetta mál veröur rætt, leyfi eg mér að snúa mér til félagsins bréflega, og geri eg það eftir ráöum eins af þeim læknum, sem uppkastið hafa samið. Aðalatriðið er þetta, að mér viröist það yfirhöfuð ekki tímabært, að gera samþykt um sérfræðinga, e i n s o g n ú e r á s t a 11 i n n a n- lands og uta n, og útlit er fyrir að verði fyrst um sinn. Eg á þar við þær kröfur, sem gerðar eru til almennrar læknismentunar sérfræð- inga. Þessar kröfur eru í sjálfu sér réttmætar, eftir minni skoðun, þ a r sem a u ð v e 11 e r a ð f u 1 1 n æ g j a þ e i m, og virðast í fljótu bragði sanngjarnar (alm. lækningar í 2 ár eða kandidatsstörf í spítala i 1 ár), en vegna þess, hvernig ástatt er, verða þær ósanngjarnar. Sem stendur er enginn almennur spítali á íslandi, sem veiti kandidatsstöður. og þá er ekki önnur leið hér á landi en almennar lækningar. En mér virö- ist sem sú trvgging fyrir almennri læknismentun, sem fæst við það t, d. að segjast praktisera í 2 ár, ef til vill með 1 sjúklingi á mánuði, verði' ekki mikil. Ef aörir eru á sama máli um þetta, þá fækka mögulegleik- arnir til að fullnægja kröfunum hér á landi enn meira, þá verður ekki ann- að eftir e n héraðslæknisstörf eða vicarstaða fyrir héraðslækna eða aðra lækna. Að fá veitingu fyrir héraðslæknisembætti, eða vera settur héraðs- læknir, verður ár frá ári erfiðara; vicarstaða um svo langan tíma sem um er að ræða, stopul. Það má að vísu gera ráð fyrir, að 1—2 héraðs- læknar á ári fari utan, en fæstir 12 mánaða skeið, hvað þá heldur lengur. Læknar, sem þingsetu hafa (og tala þeirra er væntanlega breytileg), fá oftast stúdenta sem vicara, og er ekki sýnileg nein lireyting á þvi, að þeir séu teknir gildir af læknastjórninni, oft með gersamlega ónógum undirbúningi; en þeir eru sjálfsagt ódýrari en kandidatar. Nú, þá eru spítalar erlendis, sem veita kandidatsstöður, kunna menn að segja. Nei, nú er einmitt svo komið, að spítalar (a. m. k. á Norðurlönd- um) veita ekki kandidatsstöður öðrum en landsins eigin börnum, eða þeim útlendingum, sem þar hafa tekið próf. Nú horfir öðru vísi við en á striðsárunum, þegar kandidötum héðan stóöu opnar stöður við spítala bæði í Danmörku og i Noregi. Nú er það sundið lokað, því nægileg tala innborinna kandidata fæst,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.