Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1923, Síða 13

Læknablaðið - 01.06.1923, Síða 13
^_________________LÆKNABLAÐIÐ______________________________91 skólakennara. Aleit, aö auöveldara mundi veröa aö koma frv. i kring og því eins vel borgiö hvað framkvæmdir snerti, án þess að þaö væri gert að lögum. Læknar væru tregir til að kæra fyrir lagabrotin, og heil- brigðisstjórnin hefði ekki oft frumkvæði aö eftirlitinu, þó.tt lög væri, og sýndi reynslan ])aö best, — með tilliti til núverandi laga. — Héraðs- læknar ættu aftur auöveldlega aö geta kontroleraö nuddfólkiö, eins og frv. ætlaðist til. Orðin í 1. gr. „að starfa sem sérfr.“ þýddu það, að menn væru skyldir aö kalla sig sérfr., ef þeir gegndu aðallega sérlækningum. Rangt væri að takmarka urn of verksvið sérfr., en þeir yröu hins vegar að fylgjast betur með, og væri því rétt aö takmarka það að einhverju leyti, t. d. gagnvart sjúkrasamlögum. Reglur sem þessar mættu auðvitað ekki vera of strangar, en gangskör yröi aö gera að þvx, að fá menn til að ganga í L. í., og birta jafnóðum hverjir í það gengi. — Tjáði hann sig samþykkan tillögum þeirra J. Kr. og Ó. Þ. G. B. áleit, að erfitt myndi vera að ná í fastar stöður í 3 ár, fyrir sér- fræðinema í med. og chir., þó væru sennilega viða opnar leiðir annars- staðar en á Norðurlöndum, t. d. í Ameríku. Undirlxúningsmentun hefði hins vegar ekki verið erfitt að ná í hingað til hér á landi; hefði hann jafn- an getað veitt ungum kandidötum l)ráðabirgðastöður út um land, og jafn- an hvatt þá til þess. Lofaði hann því, að framvegis skyldi nuddfólk ekki fá leyfi til að kalla sig lækna. Sennilega væri ekki nema einstaka sérgrein, er unt væri að liía á eingöngu, og óskaði. álits H. H. um meltingarsjúkd. Óheppilegt mjög væri þaö, að hér kæmi upp tvískinnungur A milli eldri og yngri. lækna, eins og átt hefði sér stað í útlöndum, og hætt væri við hér, ef ekki væri vakað yfir því, að allir læknar landsins væru í L. í. Kontrolið með nuddfólkinu væri afarerfitt fyrir landlækni, nema með aðstoð læknanna, og sýndu dæmin það best. G. E. vildi heyra skýrt tekið fram, hvernig sá læknir væri staddur gagn- vart frv., er ekki yrði talinn fullgildur sérfræðingur, en hefði þó undir- búið sig að nokkrum mun í sérgrein sinni, ef hann mætti ekki starfa sem sérfræðingur. Hefði hann hugsað sér að haga námi sínu líkt og H. H. hefði gert. Matth. E.: Sagði að mótsögn væri i því, að í 2. grein væri það talinn kostur að ntenn hefðu iðkað einhverja sérgrein, en í 1. gr. væri mönnum bannað að starfa sem sér sérfræðingar; gerði hann því að tillögu sinni að orðin í t. gr. „að starfa sem sérfi-æðingur“ væru feld burtu. H. H. áleit að sist væri því að neita, að ærið nóg starf væri hér fyrir sérfr. í meltingarsjúkd., en erfitt að vera svo dýr, að unt væri að lifa á því eingöngu. Taldi mjög æskilegt fyrir sérfræðinema að skiftast á með studium og praxis, því eigin reynsla væri sá eini skóli er gæti gert menn að sérfr. Á spitölum væru menn oftast háðir einhverjum sérskoðunum og tilfellin oft ólik því er algengast væri í daglega lífinu. Þá var tillaga próf. G. M. borin undir atkv. og var hún feld með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga M. E. var samþ. með 11 atkv. gegn 2. I. gr. frv. var síðan samþykt með áorðnum breytingum með öllum greiddum atkvæðum. 2., 3. og 4. gr. frv. voru einnig samþ. með öllum greiddum atkv. Borin upp viðaukatillaga Ól. Þ. við 5. gr., og var hún samþykt í e, hlj.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.