Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1924, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.1924, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ ii Hérað hans er me'{5 mestu snjóakistum þessa lands og er eigi ósenni- legt, aö erfið ferðalög hafi ráðið nokkru um aldur hans, því hann var, að upplagi, fremur veikbygður maður. Hann var”glftur Rannveigu Tómasdóttur, eignaðist með henni 7 börn og eru þau flest ung. Dapurleg hafa jólin verið þar, Þ. Edilonsson. Ynging með apaeistum. í Norsk. Mag. f. Lægevidenskaben júní 1923, er grein um tilraunir Voronoff til að yngja menn með apaeistum. Voronoff hefir í mörg ár fengist við að flytja til eistu úr ungum hrút- um i eldri og úr ungum geitarhöfrum í eldri og margar víxlgræðslur æxlunarkirtla úr einu kyni í annað hefir hann gert. Hefir hann komist að svipuðum niðurstöðum við þessar tilraunir og Steinach. Próf. Sig. Nordal var svo vænn, að senda mér í hitteðfyrra bók Voro- noffs: V i v r e, þar sem hann gefur yfirlit yfir rannsóknir sínar og bollaleggingar í alþýðlegu formi. Þótti mér gaman að lesa bókina. Það sem mér þótti mest um vert, —- ef satt er, — var það, að Voronoff hafði tekið glandula thyreoidea úr apa og grætt í dreng, sem var kretini. Og þetta hafði haft ágætan árangur. Frá því voru liðin mörg ár, þeg- ar þetta var ritað og drengurinn fullorðinn og við góða heilsu. Nú segist Voronoff hafa í nokkur skifti grætt eistu úr öpum i menn og hrósar mjög árangrinum. Hann hælist um, að nú síðan styrjöldinni linnti sé auðgert að ná í nóg af öpum frá Afríku og ætíð verði hægt að fá nóg í framtiðinni af þessum frændum vorum. Hann segir frá 8 körlum, sem liann hefir yngt með apanna hjálp. —7 Tvö ár eru liðin síðan hann byrjaði. Tveir voru eistnalausir eftir berkla, einn ónýtur eftir lekanda, einn eftir hettusótt, en hinir orðnir ellihrumir. Berklasjúklingurinn, sem hafði öll geldingseinkenni, varð nýr maður. Honum fór að vaxa skegg og þurfti að raka sig, hvað ekki hafði þurft í 20 ár. Allir fengú erektiones stuttu eftir aögeröina og æskuþróttur kom. Elsti sjúklingurinn var 74 ára, örvasa og ónýtur. Hann tók þeim stakka- skiftum, að hann var þróttefldur og gat notið lifsins sem ungur væri. Einn sjúklingurinn, sem var 33 ára, feitlaginn maöur, var mjög tauga- veiklaður. Það var erfitt að átta sig á, að hve rniklu leyti batinn hjá hon- um var aðgerðinni að þakka, því um sama leyti lenti hann í ástaræfin- 1 ýri, sem ekki hafði hent hann um margra ára skeið. Voronoff spurði hann þess vegna hvort hann ekki héldi ástaræfintýrið eiga upptökin að yng- ingunni eins vel og aðgerðinni. „O sussu nei,“ svaraði maðurinn, „því írá því eg var 23 ára hefir mig sannarlega ekki vantað tækifæri til mun- aðarverka, heldur aðeins kraftinn til framkvæmda." Voronoff græðir inn eistun, sundurskorin í 4 búta hvert, inn undir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.