Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1924, Side 3

Læknablaðið - 01.04.1924, Side 3
LÍEKIIILIIII io. árg. Reykjavík, i. apríl 1924. 4. blað. Óþrif. Þegar maður kynnist almennum heilsumálum annara menningarþjóöa, sósíalhygieniskum framkvæmdum, heilsuhögum og heilsufari, verður manni fyrst fyrir að grípa hendinni í eigin barm. Verður maður því þá feginn í aðra röndina, að eiga heima á þessu koti norður í höfum köld- um; verður því í aðra röndina feginn, hversu fáa ber að garði, og að þurfa ekki aö koma oftar til dyranna. Þegar læknar hér 0g heilsufræðing- ar, sem eg vinn með, spyrja mig um hvernig þetta og þetta sé hjá okkur, kemst eg oft í vanda nokkurn um svörin. Eg fyrirverð mig oft fyrir að segja sannleikann, kýs þá heldur að færast undan ákveðnum svörum, hugsa á þá leið: „Oft má satt kyrt liggja“. iHefi líka með stolti sagt þeim frá ýmsu góðu hjá okkur, og hafa sumir merkustu heilsufræðingar Þjóðverja gert það að umtalsefni í fyrirlestrum sínum. Þá varð „land- inn“ fegiiin, — Eitt af þessum kinnroðamálum okkar Islendinga eru óþrif- in. íslendingar eru sennilega einhver allra lúsugasta menningarþjóð ver- aldar. Til dæmis nefni eg það, að börn og fullorðnir úr verstu fátækra- hverfum og skúmaskotum Berlínarborgar eru tiltölulega sjaldan lúsug. Stendur það fólk þó á margfalt lægra menningarstigi en landshornafólk á íslandi. Lúsugir geta þeir einir verið, sem eru sóðar að öðru leyti. Vér getum sagt með vissu um mann, sem er lúsugur, að hann lifi ekki heilsu- samlegu lífi, og sé ekki hættulaus meðbræðrum sínum. 1 heilsufræðum er baráttunni gegn óþrifum og hversu mikil brögð er að þeim, skift í stig, og þjóðir flokkaðar eftir ]iví, í þessu tilliti. Á fyrsta stigi gera menn ekkert til að útrýma óþrifunum, ganga með þau án þess að hafa nokkuð við þau að athuga; telja þau meira að segja vott um heilbrigði, jafnvel til heilsubótar. Á þessu stigi standa sumar villiþjóðir og miðaldamenn. Á næsta stigi hefst sú trú manna, að óþrif séu sóðaleg og til lýta, en að vísu ekki hættuleg. Þá reyna menn að útrýma fatalúsinni.* Þar næst opnast augu manna fyrir þvi, að lús sé ekki hættulaus, og nú hefst bar- áttan við þá lúsategund, sem lengst loðir við mann, en það er hófuðlúsin. Nú kernur það stig, er menn eru ekki lengur lúsugir, og er þá ráðist á óþrif í híbýlum, svo sem flær og veggjalýs, og loks kemur síðasta stig- ið, baráttan við flugurnar. Hvar stöndum vér nú, íslendingar, yfirleitt? Það mun til skamms tíma hafa verið trú á Islandi, að það væri hraustleika merki, að krakkar væru * Hér tala eg að eins um fatalús og höfuðlús, þó að 3 séu tegundir lúsa, fyrir utan flatlús, og nomenklatur um þær mjög á reiki.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.