Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1924, Síða 6

Læknablaðið - 01.04.1924, Síða 6
52 LÆKNABLAÐIÐ lúsa, og flær, má einnig nota þaö gegn veggjalúsum o. fl. Það verkar svo fljótt, að furöu gegnir. Hafi þaö komiö á lús, þó aö ekki sé nema i mínútu, jafnvel nokkrar sekúndur, verður þaö hennar bani. Þaö drepur örugglega alla nit á io—20 mínútum. Þaö er i alla staöi skaölaust fyrir húöina og háriö og irriterar sáralítiö. Þaö þarf enga hettu yfir höfuöiö, aö eins þarf aö nudda því vel inn í háriö og hárssvöröinn (50 :cbcm. nægja í kvenmannshár, minna auðvitað í karlmannshöfuð). Láta skal þaö verka 1—2 klst. Þvo síöan hárið úr sápuvatni og kemba með þéttum kambi, til aö ná nitinni og lús burtu, sem þá er öll dauð. Þetta geta menn gert án þess aö nokkuð beri á, og er það mikill kostur. Meöaliö er ekki mjög dýrt, og er búiö til hjá Merck í Darmstadt. Það ryöur sér nú mjög til rúms, og er notað af læknum og lúsahreinsunarstöðvum um alt Þýskaland. Þetta var nú lauslega um lækningu hinna sjúku. Hversu oft láta læknar sér ekki nægja meö þaö? En þaö er lítilsvert kák, ef útrýma á sjúkdómn- um, og sérstaklega þegar um þessa og aöra smitandi sjúkdóma er aö ræða. Til hvers væri að lúsahreinsa mann, í hinum fáguöu glersölum stöövanna, og senda hann svo heim í lúsafletið sitt aftur. Þaö dugar ekki aö lækna þetta „tilfelli", þenna sjúkling, eöa réttara sagt meðhöndla liann. Þaö er sitthvaö meöferö og meinabót. Þaö veröur að lækna umhverfi hans og ástæöur; og er því ekki svo fariö meö flesta sjúkdóma? Þá er komið yfir á verksvið heilsufræðingsins. Þaö veröur ekki einungis aö lækna sjúkl., sem til læknis leitar, heldur einnig náunga hans, og sjá um aö ekki sýkist aftur. Óþrifum i húsum, veggjalúsum, flóm, maurum o. s. frv., veröur ör- uggast og best útrýmt með blásýru, Zyklon eða SOa. Flestar eldri aö- feröir, svo sem formalin, eru ekki öruggar. B 1 á s ý r a n er framleidd úr cyankalium eða natrium og sterkari sýru, t. d. brennisteinssýru. Loka veröur öllum snmgum loftþétt, og engin lifandi skepna rná vera í öllu húsinu. Rúm eru „tekin upp‘„ breitt úr fötum, og hirslur opnaðar. Blá- sýran er látin verka 10—12 klst. Síðan er alt opnað upp á gátt, föt viðruð og barin, sérstaklega rúmföt og sængur. Alt þetta má ’gera á einum degi og íbúar geta flutt í húsiö aftur aö kvöldi sama dags. Aðferðin er fullkom- lega trygg, alt kvikt drepst og egg líka. Hún er ekki hættulaus, og vanir menn einir mega fást viö hana. Z y k 1 o n er „blásýru-præparat", og nú notað miklu meir en blásýran. Þaö er í duftformi, i loftheldum dós- um. Dósin er opnuð og því stráð um herbergin, sem hreinsa -á. Rýkur ]iá samstundis upp lofttegund mjög blandin blásýru, og svo að segja eins eitruö. Venjulega nota menn gasgrímu viö þessar hreinsanir; það er þægilegra, en ekki nauðsynlegt. Zyklon hefir þann kost fram yfir lilásýru, aö þaö er þægilegra í meöförum, hefir sterka lykt, sem blásýran hefir ekki, og geta menn því fremur varast þaö. Þá er enn notað S 02, en miklu sjaldnast. Það er í stórum brúsum, eins og kolsýra, t. d. Vist hitastig þarf helst aö vera í húsunum, yfir 120 C., annars liggur ]>aö niður við gólfiö og veröur aö þyrla því upp, er því á margan hátt óþægi- legt í meöförum, en verkar vel. — Sem betur fer, höfum við litiö af húsa- óþrifum heima. Þó kvaö þaö þekkjast í Reykjavik. Þaö væri svo sem eftir okkur að bíöa meö höndurnar í vösunum, þangað til þau hafa bor- ist út um landið með „menningunni" og ööru fínu úr höfuðstaðnum. — Hvað á nú að gera, ef fólk leitar ekki til læknanna um þessa hluti? Og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.