Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1924, Side 7

Læknablaðið - 01.04.1924, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 ])ví miöur er það rcglan. Þá veröa læknarnir aö 1.eita til fólksins. Vér höfum lögmái frá guöi almáttugum um siöferöi, og prestar prédika í húsum hans um sálarheill manna. Vér höfum ekkert lögmál frá honum um heilsuferöi, og fáa lætur hann prédika um líkams- heill. Vér höfum ótal lög frá kónginum um siöferöiö, en fá um heilsu- feröi. Vér höfum lög frá honum um útrýming kláöa af sauöfé, og liggja háar sektir viö, en aðrir kláöagemlingar og lúsablesar mega ganga óáreitt- ir, og menn hreyfa ekki við nit í höfði þeirra. Læknastéttin veröur nú aö hefjast handa, og liggur sómi hennar viö. Aöaláhersluna verður að teggja á liina sócíalhygienisku hliö. 'Hver læknir skal lækna hvern lús- ugan sjúkling, sem hann kemst yfir, og ekki einungis hann, heldur alt umhverfi hans. Þaö hneyksli má ekki ciga sér stað, aö á nokkru sjúkra- húsi né undir nokkurri læknishendi sé lúsugur sjúkl. Stranglega skal þess gætt í öllum skólum, æðri sem lægri, aö enginn nemandi hafi óþrif. Annars banna skólavist, þangaö til ráöin er l)ót á. Hvernig væri að gefa nemendum einkunn fyrir þrifnaö og hreinlegt framferði, eins og t. d. einkunn fyrir hegðun? Ekki veit eg til að þetta sé nokkursstaðar gert, en eg held að þaö væri gott. (Ifg mun minnast á þetta nánar einhvem tíma, þegar ræðir um skólahygiene)). Gefa skal slíkum nemendum skrif- aöar reglur um, hvernig ráöa megi bót á þessu, og leggja enn áherslu á að alt heimiliö veröi læknaö. Þar sem hjúkrunarkonur eru til, má láta þær sjá um þetta. Læknar skulu árlega, í hverjum stærri skóla í héraöinu, halda fyrirlestur um ó])rif og eyðingu þeirra. í sjómannaskólum og iðn- skólum skal veitt fræösla um þessa hluti, sérstaklega hversu halda megi húsum og skipum lausum við óþrif og plágur. í kennaraskólum og á kennaranámsskeiðum, í búnaðarskólum og á búnaðarnámsskeiðum skal einnig veitt slík fræösla. Þó er allra nauösynlegast aö kent sé allnákvæm- lega um þessa hluti i kvenna- og hússtjórnarskólum. Kæmi þar jafnvel til mála verkleg kensla. Loks skal kenna læknaefnum verklega húsa- hreinsun, og brýna fyrir þeim aö leggja sinn skerf til útrýmingar óþrif- um úr landinu. Auk ])cssarar skólafræöslu skal fræöa almenning meö ræðum og ritum,- Mikilsvert er að tala opinskátt og blátt áfram um þessa kvilla, eins og aöra ,,myrkra-sjúkdóma“. t. d. kynsjúkdóma. Þaö verður aö draga þá fram í dagsljósið. Mjög gott væri sjálfsagt aö semja minnis- blaö, „Merkblatt“, láta prenta í mjög stóru upplagi, og dreyfa því út meðal almennings. Slík minnisblöö tíökast mjög í útlöndum, og eru talin að gera rnikið gagn. Heima eru þau ekki til, svo eg muni eftir. Finst mér rétt aö riöa nú á vaðið. Mikill vandi er aö semja slík blöö, ættu færir menn að gera uppköst aö því undir næsta aöalfund Læknafélags íslands. Skyldi þá slegið á það smiöshöggiö, og rætt um hvernig best megi sem allra fyrst útrýma óþrifum af Islandi. Eg hefi nú lauslega minst á þetta þýðingarmikla mál. Guöm. Hannes- son hefir gert ]>aö áöur í tímariti og Steingr. Matthíasson í heilsufræöi sinni, þeirri þörfu bók, en fáir aðrir, svo að eg muni nú eftir. Hér er ekki flutt nein ný viska; menn kunna aö vera á ööru máli um aöferö- irnar, en ekki um tilganginn. Berlín í janúarlok 1924. Skúli V. Guðjónsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.