Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1924, Page 3

Læknablaðið - 01.08.1924, Page 3
unmHii io. árgangur. Reykjavík, i. ágúst 1924. 8. blað. Um taugaveiki. Margir hafa hrotið heilann um, hvernig útrýma skuli taugaveiki af íslandi, eða gera hana svo sjaldgæfa, að jafnast geti á við það, sem nú er í öðrum menningarlöndum. Hér skrifa eg hugleiðingar núnar um það mál. Taugaveiki hefir farið mjög þverrandi á síðustu árum. Skrykkjótt gengur það þó, og er það sönnun ]>ess, hversu lítið vald vér höfum yfir sjúkdómnum. Athugaverðar í þessu efni eru heilbrigðisskýrslur G. Hann- essonar prófessors. 1911 sýkjast 220, 1915 97, 1916, 76, en 1919 262. Til- viljun ræður sjálfsagt nokkru, um ]iessar tölur, þær eru svo lágar, en það nægir ekki til að skýra þenna mismun. Enn er stórmerkilegt, aö jafnaðarlega skuli minst um taugaveiki sumarmánuðina. Þar ræður um eitthvert „epidemiologiskt móment“, sem vér ekki þekkjum. Bacillus tyfi veldur taugaveiki, segja menn. Hann gerir það oft, en lætur það líka oft vera, ef miðað er við, hversu oft hann hlýtur að berast i menn. Mfenn öðlast nokkurt ónæmi eftir taugaveiki, en auk ]iess er fjöldi manna ónæm- ur fyrir veikinni, oft veikjast á heimili fáeinir af mörgum, sem neyta sama vatns, sömu mjólkur o. s. frv. Sumir sýkjast afarlétt, börn og gam- alnlenni, og mjög vesælt fólk ; sýkjast miklu síður og verða betur úti, ef það á annað borö sýkist. Taugaveikisbakterian finst i heilbrigðu fólki, jafnvel í blóði þess, sem er 1 námunda við þá sjúku. Um alt þetta bfða margar óráðnar gátur, og væri mikils um vert, að vita ráðningu þeirra. Langoftast vita læknar ekki hvernig á veikinni stendur, og einkennilegt er, þegar faraldrar ganga, að læknar sjá oft ekkert samband á milli sjúk- linganna. Vafalaust sést mönnuni ])á oft yfir, og er það engin furða, á meðan svo rnargt er hulið um útbreiðslu taugaveiki, og er. Oft geta lækn- ar um, að veikin „stafi frá vondu vatnsbóli", „illum brunnum“, „mjólk kent um“, „stafar frá vatnsbólum í lækjum og ám“. „Eftir kunnugra manna sögn hefir að minsta kosti um 30 ára bil veriö taugaveiki árlega einhvers- staðar meðfram þessum vatnsbólum“, segit einn læknir í skýrslu sinni. Það er eins og menn gleymi því, að þetta eru að eins milliliðirnir. Taugaveiki s t a f a r a 1 d r e i f r á v o n d u v a t n s b ó 1 i, h e 1 d- u r æf inlega f r á t a u g a v e i k i s s j ú k 1 i n g. Á þessum grund- velli verður að byggja varnarmúrana við taugaveiki, á meðan enn þá er svo margt ókunnugt um önnur mikilvæg atriði, svo sem ónæmið, bylgju- gang veikinnar o. s. frv. Allra mikilvægast verður þá aö þekkja veikina. Það á oftast að takast

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.