Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1924, Síða 6

Læknablaðið - 01.08.1924, Síða 6
LÆKNABLAÐIÐ 116 hafi reynst b e s t a ð e i n a n g r a m e n n á s p í t ö 1 u m. Mér hefir kent þaö sama sá, er hefir á hendi sóttvarnir allar á nreöal hinna 35 mil- jóna manna, sem Prússland byggja. Blegdamshospital, 27.—3.—'24. Skúli V. Guðjónsson. Hjá, Mayo-bræðrum i Rochester. Eftir Steingrím Matthíasson. V. Þaö var nú gaman aö ganga frá einni skuröarstofunni til annarar og sjá hvaö hinir læknarnir höföust aö. Voru sumir þeirra jsérlega fimir og talsvert fljótari en Mayo-bræöur. En einkum geöjaöist mér aö dr. Hunt og dr. Harrington. Hunt fæst mikiö viö nýrnaskurði. Man eg sérstaklega , eftir, aö l)æöi hann og aðrir lika, notuöu annað veifiö mjög handhægt Röntgen-áhald til gagnlýsinga meöan á skuröi stóö. Þetta áhald var á hjólum og ekiö úr einni stofu til annarar. Hunt haföi t. d. eitt sinn dreg- ið fram nýra út úr síðusári, og var í vafa um, hvort nýraö væri sjúkt. Sá hann þá með ]>essu áhaldi (sem hann gat beitt eins og stereoscop- kíki), að smásteinar voru i nýrnabikarnum, sem 'ekki var hægt aö ]>reifa sér til. Um kl. f2 var venjulega öllum skuröum lokiö á St. Mary-spítala. Gat maöur þá notaö næsta klukkutíma til döguröar, en þvi næst valið um, hvort maöur vildi heldur sjá skuröi á Colonial-spítala eða Worrel- spitala. Þar byrjuðu skurðir kl. 1, og héldu áfram til kl. 3—4. Á hinurn fyrnefnda spítala mátti því nær daglega sjá heila- og mænuskuröi. Og hét sá dr. Adson, sem framdi þá. Hann var að vísu fimur og fljótur aö opna hausana, en ekki gast mér aö manninum, og lieföi ógjarnan viljað leggja haus til, heldur deyja sjálfkrafa. Á Worrel-spítala voru daglega að verki sérfræöingar í eyrna-, nef- og hálssjúkdónmm. Og fékk maður sig fljótt leiðan á að sjá allar þær sinus-óperationir, sem þar vöru geröar. Mest á proc. mastoideus, en marg- ar einnig á sinus maxillaris. En út yfir allan þjófabálk fanst mér taka, hve margir tonsillar voru skornir úr hinum dauölegu mönnum, oft fyrir litlar sakir. Sú kredda er, eins og mörgum er kunnugt, orðin afar föst í hugum amerískra lækna, að tonsillurnar séu corpora delicti margs konar manna meina, og þurfi aö burtrýmast* per fas et nefas. Þá mátti ennfremur sjá þar daglega gerðar a 1 k o h o 1 i n n s p ý t- ingar við margskonar neuralgium, einkum í trigeminusgreinunum. * Rosenow og F r a 11 k B i 11 i 11 g s liafa barið fram þessari kenningu, sem sjálfsagt má segja eins mikið á móti eins og með. í Norsk Mag. f. Laegev., Nov. 1923, stóð góð ritgerð eftir Tjötta þessu aðlútandi, og vil eg ráða mönnum að lesa hana.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.