Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
i [9
yfirlit og eftirlit seni skyldi. Þó margir séu santverkamennirnir og sum-
ir sérlega góöir er örSugra aöstöSu nú en fyr. Vélin er m. ö. o. ekki
lengur eins manns eöa tveggja manna mebfæri.
Eg heyrði ])að á læknum bæði í N-York og í Kanada, að Mayo-stofn-
unin er ekki lengur talin önnur eins fyrirmynd og fyrrum. Þeir kunna
sögur um sjúklinga sem þangað hefðu verið sendir,' fengið lélega ])jón-
ustu, orðið fyrir vonbrigðum, ekki séð Mayo-bræður o. s. frv. Það cr
skiljanlegt að svona reynsla dragi heldur úr trú og trausti hinna prakti-
sérandi lækna. En jafnframt er einnig farið að bóla á þvi, að alþýða sé
líka farin að tapa trúnni. Orðrómur berst um meðal fólksins, að kirkju-
garðurinn í Ro.chester sé farinn að stækka allmikið. Kirurgar og spít-
alar hafa óðum Ijatnað svo i öllimr stórbæjum — og jafnvel þeim smærri
lika, að bert er orðið flestum skynbærum mönnum, að ástæðulítið sé að
gera sér mikið ómak til að fara til Rochestcr. Hinsvegar hafa undan-
farin ár hópast þangað ólæknandi krabba-sjúklingar o. f 1., sem ekki var
hægt að hjálpa heldur þar. Hefir Jietta einnig dregið úr dálætinu.
Þó sérfræðisvisindamenn og aðrir hafi marga góða kosti og séu auð-
vitað ómissandi þá má ofmikið af öllu gera.
í sérfræðing^-vélinni hverfur t. d. oft sjúklingsins persóna innan um
glundroða hans eigin innýfla og sæg af sóttarmörkum. En sérkenni per-
sónunnar er opt mikils virði.
Það er heldur engin furöa þó praktisérandi læknar, sem lengi hafa
orðið að ])ræla í öllu jafnt, og þurft að hafa vit á öllu, fái smámsamian
ótrú og andstvgð á sérfræöinga-klikkunum, sem meir og meir taka frá
þeim brauðið. A. m. k. i stórbæjum er það nú orðið svo, að practici
verða venjulega knúðir af almenningsálitinu — til að senda frá sér flést-
alla sjúklinga, til sérfræðinga straks eftir fyrstu viökynningu og sjá ])á
sjaldan úr þvi. í einu læknatimariti sá eg nýlega þessu ástandi lýst eitt-
livað á þessa leið. Og höfundurinn bætti svo við : ,,Að eins stöku sinn-
um fá svo þessir veslings úreltu praktikusar sjúklingana aftur til eftir-
meðferðar, eftir aö þeir eru orðnir tannlausir, tungu-kirtlalausir, botn-
langalausir, eggjastokkalausir og peningalausir. AS öðru leyti fá þeir
ekki annað að sýsla, en að vera vaktir upp á nóttu til að deyfa sængur-
konur og dunda við það á daginn, að lækna innantökur í börnum, drífa
úr þeim njálg, bólusetja þau og draga úr þeim 1)arnatennurnar. En þess
á milli að skrifa upp styrkjandi lyf handa taugaveikluðu kvenfólki, (sem
sérfræðingarnir hafa vísað frá sér).“
Mayo-stofnunin er eitt af furðuverkum hins nýja heims. Þessi fræga
Bræðraborg varpar ljóma víðsvegar eins og skær leipturviti. Þrátt fyrir
framhaldandi, þróttmikinn vöxt á síðustu árum, þykjast sumir sjá hnign-
unarmerki. Hvaöa sól er án flekkja? Öllu er aldur skapaður. Vera kann
aö dofni ljósið þegar bræðranna nýtur ekki lengur. Spyrjum að leiks-
lokum. Tilraunin var góð. Framsókn frækileg. Er meðan er og endist. En
orðstýr deyr aldrei ef satt er, aö 1 í f i ð s é ódrep'andi og
það er trúarjátning mín (ef maður má leyfa sér — í vísindalegu riti —
aö draga fram í dagsljósið nokkuö af því, „sem býr hjarta nær“).