Læknablaðið - 01.08.1924, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ
123
reynsla, sem hér hefir fengist, enga bendingu, er mark veröi á tekiö, þvi
að hér var veikin svo væg í fyrstu, aB læknis var ekki leitað, og var
þegar orðin svo útbreidd, er fyrstu alvarlegu tilfellin komu, að ekkert
viðlit var að rekja feril hennar. Hennar varð og vart um svo líkt leyti hér
og á Akureyri, að ekki verður séð, hvort hún hafi borist þaðan hingað
eða héðan þangað, eða hvorugt. Af sömu ástæðum hefir ekki verið talið
íært eða líklegt til árangurs, að beita ströngum sóttvörnum, en samgöngu-
varúð hefir verið höfð við þau heimili, er sóttin hefir verið illkynjuð á,
látið hætta sundkenslu, frestaö tíðagjörðum og mælst til, að veitingar
væru ekki hafðar viö jarðarfarir né aðrir fylgdu líkum til grafar en nán-
ustu vandamenn og líkmenn. Svo hefir og verið eða verður sótthreinsað
á þeini heimilum, sem samgönguvarúðin er við. — Af sjúkl, voru, eins
og skráin ber meö sér, dánir 6 i mánaðarlokin, 5 úr Svarfdælahéraði og
1 úr Höfðahverfishéraði. Öllum varð bulbærparalysis að bana. A. m k.
4 hafði „slegið niður", höfðu fengið hitasótt og önnur veikindi, sem lýst
er hér að framan, friskast eftir 1 eöa fáa daga og farið á fætur, veikst
svo á ný eftir fáa daga' svipað eða eins og fyr, og þá lamanir fljótlega
í viðbót, ýmist eingöngu bulbær-lamanir eða auk þess útlima- og bolvöðva-
lamanir; á einum þeirra og á 2 sjúkl., sem voru enn lifandi i mánaðar-
lokin, byrjuðu lamanirnar að neðan og færðust upp á örfáum dögum, eins
og í Landrys paralysis, en á sumum bar fyrsti á bulbær-lömunumi, og á
sumum voru þær eingöngu. 2 sjúkl., sem dóu, höfðu algerða facialislöm-
un b. m., einn öðru megin og paresis hinu megin, 2 hinna nokkra facialis-
paresis b. m., veit ekki um einn (ársgama-lt barn). Einn sjúkl., sem dó,
fékk incontinentia urinæ, annar, sem lifði, en var dauðvona í mánaðar-
lokin, retentio urinæ. Allir mikla hægðatregðu, sem hægðalyf og stólpíp-
ur unnu illa á. Af hinum dánu yar 1 á 2. ári, 1 á 4. ári, 1 á 5. ári, 1 á
6. ári, 1 á 9. ári og ein kona 35 ára. Lifandi með lamanir til muna voru
5 í mánaðarlokin: Kona 21 árs og 13 ára stúlka, báðar rrieð algerða para-
plegi í bol- og útlimavöðvum og byrjandi kok-, tungu- og facialis-lömim,
er tæpast lifvænt, 17 ára stúlka með lömun allra útlima, en ekki algerða
nema í v. handlegg og h. fæti, 8 ára drengur með extensorlamanir í hand-
Ieggjum og tungu- og kokvöðva-paresis og 2 ára drengur með „spastiska"
lömun í extr. inf. báðum. Á öðrum, sem veikina hafa fengið, hafa ekki
verið greinilegar lamanir, en mörg verið magnlítil eftir veikina. Á eng-
um, ekki heldur þeim þyngst höldnu, varð vart við teljandi breytingar
á tilfinningu í hörundi eða holdi, hvorki óeðlilega viðkvæmni (hyperæstesi)
eða sljóleika (hypæstesi).
2. júlí 1924. Sigurjón Jónsson.
Úr útl. læknaritum
Aids to practical pathology. By F. W. Griffin, assistant pathologist;
and W. F. M. Thompson, chief teahnica.1 assistant, London: Bailliére,
Tindall and Co. 1923. Pp. 246. 4 s.
Talið er, að í þessari tiltölulega litlu bók sjeu samanteknar allar við-
urkendar aðferðir sem hafðar eru um hönd á rannsóknarstofum fyrir