Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.08.1924, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐÍÐ 127 Lýsi handa mæðrum með börn á brjósti. Norski læknirinn Próf. E. Poulsson ritaði í fyrra ritgerð ,,Om Vitaminer“ í Nord. Biblioth. f. Terapi (Bd. III. H. 4, fæst sérprentað). Hann getur þess þar, að auka megi j.moska brjóstbarna með því að bæta vitaminum i mat móðurinnar. Sjálf- ur hafði hann reynt, að framfaralitið brjóstbarn, af fátækri móður, fór að þyngjast þegar hún byrjaði að taka lýsi. Eg þykist nýlega liafa orðið var við að hollustu-áhrif lýsisins rnuni flytjast með móðurmjólkinni. Sag- an er á þessa leið: Sveinbarn, sem fæddist hér í Reykjavík í vetur, fékk icterus fám dögum eftir fæðingu; var talið i. neonatorum. En i staö þess að hverfa, hélst gulan og ágerðist fremur. Þvagið dökkt og jafnaðarlega í því grugg, sem „blóðkorgur"; litil framför. Þegar barnið var 6 vikna, fór móðirin að taka þorskalýsi, og brá þá svo við, að gulan hvarf á 2 dögum. G. Cl. Smágreinar og athugasemdir. Samrannsóknin. Loksins verður farið að vinna úr þeim eyðublöðum, seni komið hafa. Sigurjón Jónsson hefir góðfúslega lofað að vinna úr skýrslunum um börn berklaveikra mæðra, en ráðgert er, að Katrín Thor- oddsen vinni úr skýrslunum um ungbörnin. Hún er sérfræðingur í barna- sjúkdómum og kunnug öllu, sem börnin snertir. G. H. Samrannsókn II. Skýrslur hafa komið frá þessum læknurn, auk þeirra, sem fyr eru taldir: Steingr. Matth., Árna Helga., Georg Georgss., Ól. Finsen, Halld. Stefánss., Árna Árnas., Ól. Thorlac., ITalld. Steinss., Magn. Jóhannss., Jóni Þorvaldss., G. Hallgrímss. Skólaskoðanirnar. Einir 14 læknar hafa gefið upplýsingar um þær. Af þeim hafa 8 fengið 1 kr. pr. barn fyrir skoðun, einn 0,50, einn skoðað ókeypis, tveir tekið „væga borgun“, en í 2 hér. eða öllu heldur 3, hafa fleiri eða færri fræðslunefndir neitað að borga. Málshöfðun Þorgr. Þórðarsonar endaði svo, að dómarinn visaði mál- inu frá. Sagði það landlæknis, að skera úr. hvort læknum bæri borgun og þá hver. Féll málið svo niður. Af ýmsum ástæðum hefir það ekki tekist enn, að koma málinu lengra. Verður sennilega að biða heimkomu forsætisráðherra úr utanför. Verð- ur þá gerð grein fyrir hvað úr þessu verður, og hversu læknar geti snúið sér í málinu. G. H. Heilbrigðistíðindi. Til þess að sýna nokkurn lit á að framkvæma sam- þykt frá síðasta læknafundi, um aukna almenningsfræðslu í heilbrigðis- máium, hefir vcriö samið um við Morgunblaðið, að birta vikulega dálít- inn kafla um þetta efni og skyldi eg þá sjá um ritstjórn hans. Gert var ráð fvrir. ca. 2 dálkum i blaði. Mér væri þökk A því, að læknar sendu mér stuttar alþýðlegar greinar i „tíðindin". Lengd þeirra má aldrei fara fram úr 2 dálkurn, en hver dálk- ur er ca. 600 orð. Best er, vegna fjölbreytni, að lengdin sé 200—600 orð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.