Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1925, Side 5

Læknablaðið - 01.05.1925, Side 5
. LÆKNABLAÐIÐ 75 fyrir komu a'ð kveldi eða nóttu til, vegna hins andstyggilega f o s g e n- ólofts, sem allir læknar þekkja. Eg man fá viðbrigöi þægilegri en þegar rafljósin komu. Á undan og eftir skurði. Eins og við allir þekkjum, breytist margt i skoðunum okkar lækna ár frá ári. Það er svo um meðferð sjúklinga, að margar ólíkar aðferðir geta gefist vel. Og það, sem einn læknirinn heldur vera einu réttu leiðina, telur annar hreina ófæru.* Fyrir ungan eða lítt reyndan lækni er venju- lega réttast að fylgja einhverri ákveðinni stefnu, þó stundum verði nið- urstaðan, að „peccare in verha magistri". Hvað snertir meöferð sjúklinga fyrir og eftir skurðinn, þá furðar mig stundum á, hvað margt hefir hreyst í skoðunum þar, síðan eg fyrst fór að fást við lækningar, og hefi eg eðlilega reynt að fylgjast með og taka upp það nýja, sem mér leist vera gott. Eg skal nefna nokkur dæmi: Mikil áhersla var lögö á það áður, að hreinsa alla sjúklinga ítarlega með sterkum hægðalyfjum á undan skurði. Eg hefi fallist á þær nýtísku skoðanir, sem telja þetta i mörgum tilfellum Iræði óþarft og skaðlegt. Áður var einnig algerð svelta, sólarhringinn allan á undan aðgerðinni, talin nauðsynleg, ásamt hreinsuninni, — ekki síst þar sem svæfing fylgdi. Eg hefi tekiö upp þann sið, að sleppa hægðalyfjum á undan skurðum, nema sérstaklega standi á (t. d. langvarandi harðlífi, fyrirhuguð r e s e c- t i o i n t e s t i n i, eða þvi um líkt). Annars leyfi eg sjúklingnum að nær- ast á mjólk daginn áður, og læt hann að eins fá stólpípu einu sinni eða tvisvar, eftir þörfum. Til þess að sótthreinsa hörundið, nota eg ætíð joðspritt, 5%, eftir und- angengna heita laug, rakstur og nærfataskifti daginn áður, og læt nægja áburð joðsins rétt á undan skurðinum. Að eins til sótthreinsunar á hreðjum sjúklinga og nárum, þar sem svíð- ur mikið undan joðinu, hefi eg notað 20% tannin-upplausn í spíritus. Eg lærði það af próf. S æ m. B j a r n h j e ð i n s s y n i, en hann af W e d e r- h a k e, hinum ])ýska kvenna-lækni. Eg svæfði fyrst framan af með klóroformi tómu. Það gekk vel. Svo þorði eg ekki annaö fyrir fortölur R o v s i n g s og annara, en að taka upp eter (og notaði Sudecks grímu). Það líkaði mér illa, svæfing- in sein og ógeðfelt hvað sjúklingar Irlánuðu. Svo kom til mín danskur læknir og lék rniklu lofsorði á að nota chloroform-eter aa. partes. Eg tók upp þann sið og hefi ætíð verið ánægður með hann síðan. Á seinni árum hefi eg tekið upp svæðisde)'fingu með n o v o c a i n- s u p r a r e 11 i n við fleiri og fleiri skurði. Hefi eg haft af þessu hina mestu áriægju, því að það er ólíkt skemtilegra og áhyggjuminna, að geta talað við sjúklinginn og bæði séð og heyrt hvernig honum líður, heldur * Sannleikuriiin er hreytilegur og oft furðu skammlifur. Henrik Ibscn taldi ltann sjaldnast lifa lengur en 20 ár. Margur medicinskur sannleikur er áreiðanlega miklu skamm-ærri. Má í því samhandi minna á smellna vísu eftir Guslav Fröding: „Dock syns mig sallsamt [ hur det ánda sanna | sá underhart kan ándra j form och fárg; | det som ár sanning j i Bcrlin och Jena j ár ándast dáligt skámt i Heidelberg."

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.