Læknablaðið - 01.05.1925, Síða 8
78
LÆKNABLAÐIÐ
s 1 á t r u n i n a. Vil eg því til sönnunar skýra nánar frá hvernig þetta
hefir gengiö til. Eg fór fyrst aS taka eftir þessu nokkru eftir aldamót-
in, og var þá algengt aö sjá aldra'öa menn skera sullina í burt jafnó'ðum
og þeir komu auga á þá, og kasta þeim af hendi oftast í opni'ö giniö á
rökkunum. Einstaka ungur slóöi tók þetta eftir, en þaö mun þó tæplega
þekkjast lengur. Nú safna allir sullunum saman í hrúgu, og ætla aö eyöa
þeim þegar slátruninni er lokiö, og flestir munu gera þaö, en hinir munu
þó ekki fáir, sem láta það undir höfuö leggjast af gleymsku eöa trassa-
skap; veröa sullirnir þá eftir á blóðvellinum „þegjandi og hljóöalaust",
aö vísu lagðir í eina hrúgu, en ekki ólystugri rökkunum fyrir það. —
Þaö er ekki örugt aö altaf takist, jafnvel hirðumönnum, að vernda sull-
ina á bló'ðvellinum fyrir gráðugum hundum, sem altaf eru nálægir og
ekkert tækifæri láta ónotað til þess að hrifsa þá. Ef fastur siöur væri
á hverju heimili, aö hafa jafnan ask, með loki, undir sullina, þegar kind
væri slátrað, myndi hægara að gæta þeirra og kæmi síður aö sök, þótt
dragist um stund að eyða þeim. En þann sið veit eg S k ú 1 a lækni
Á r n a s o n hafa teki'ð upp fyrstan manna hér.
Allir vita að sjálfsagt er aö eyða sullunum, en ö'öru máli er a'ð gegna
um sollin liffæri. Margir, mér liggur viö að segja, allur þorri manna, gerir
sér alls ekki grein fyrir, að af þeim stafi nokkur hætta, enda munu þau
viöa vera gefin hundum, og ekki alstaðar hlevpt aö þeim á'öur, sem kall-
að er. Er hér um uppsprettu mikillar hættu að ræða, sem konra mætti
í veg fyrir meö aukinni fræöslu um eðli sullaveikinnar, og að sérstök
áhersla væri lögð á þetta atriði. — En nú er nýtt og mikilvægt atriði aö
koma til sögunnar. Sláturhús, eöa öllu heldur slátrunarstaöir, því aö oft
er lítið um hús, eru aö rísa upp hér um sveitir, og kjöti og gærum svo
ekið á bílum til Reykjavíkur. Sá elsti af þessum stööum er Miinniborg
i Grímsnesi. Þar var byrjaö á slátrun í smáum stíl sumariö og haustið
1922, en árin 1923 og ’24 hefir veriö slátra'ð þar meiri partinum af öllu
því fé, sem fargað hefir veriö úr Grímsnesi, Laugardal og Biskupstung-
um. Hver bóndi hefir sjálfur rekiö fé sitt þangaö og oft eitthvað hjálpaö
til að slátra því. Má nærri geta hvernig hirðan hefir verið á sullunum
þar, engum sérstökum falin hún á hendur, ekkert ílát til að safna sull-
unum í og engar reglur frá því opinbera til þess að leiðbeina mönnum
og herða á þeim í þessu efni. Hefir maður þar kunnugur sagt mér, aö
oft hafi heilar hrúgúr af sullum legið eftir á blóðvellinum þegar slátrun
var lokið. En annars geta hundarnir í Grímsnesinu greinilega ljorið um
hver afdrif sullanna hafa oröið, og hver þau muni veröa annarsstaðar, þar
sem slátrunarstaöir rísa upp, ef ekki verða rammar skorður reistar þegar
í stað. Maður sá, sem síðastliöið haust hreinsaði hundana í Grímsnes-
hreppi, haf'ði einnig haft þann starfa á hendi fyrir fáum árum. Honum
segist svo að þá hafi ormar í hundum verið mjög sjaldgæfir, en síöast-
li'ðið haust hafi fjórði hver hundur í hreppnum veriö oröinn ormaveikur!
Vér höfum nú athugað hve mikið skortir á að sullum og sullabrisum
sé eytt, eða yfirleitt þess gætt að hundar nái ekki i hráæti af blóðvelli.
En þá er næst að líta á, hvernig hundahreinsunin er hér alment af hendi
leyst. Þótt skönnn sé frá a'ð segja, er síður en svo að þar sé um nokkra
framför aö ræða. Fyrr var siður að svelta hundana áður en þeim var „gefið
inn“, og inn var þeim gefiö tvisvar á ári ef þeir voru ormaveikir; enn-