Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 12
6 LÆKNABLAÐIÐ viss um varanlegan bata þeirra sjúklinga, sem nú eru seronegativir, þá eru þó líkindi til, að flestir þeirra séu fulllæknaðir, því að recidiv eru tiltölulega sjaldgæf, ef sjúklingur verður algerlega seronegativur snemma á 2 stigi. Mér er auðvitað fjarri skapi að halda, að sá árangur, sem eg hefi náð hjá sjúklingum mínum sé betri en annarsstaðar tíðkast, enda hefi eg fylgt alveg sömu aðferðum og gert er um öll Norðurlönd og í Þýskalandi, en mér er óhætt að fullyrða, að jafngóðum eða svipuðum árangri er alls ekki unt að ná, án þess að nota salvarsan. Doktorsprót, hið fyrsta, sem tekið hefir verið við iæknadeild Háskóla íslands, tók Halldór Hansen 28. janúar síðast- liðinn. Doktorsritið, Pscudoulcus ventri- cttli, fjallar um athuganir á 50 sjúk- lingum með magasár, og 35 sem ekki fanst magasár hjá, en höfðu niagasárseinkenni. Thesis höfund- ar er að færa likur að þvi, að melt- ingartruflanir, sem mjög likjast magasárseinkennum, sé afleiðing af berklasýkingu, sem ekki þarf að gera vart við sig fyr en löngu seinna. Athöfnin, sem fór fram i neðri- deildarsal Aljjingis undir- stjórn Guðm. próf. Hannessonar, hófst með jjví, að præses skýrði frá til- drögunum til að doktorsrit hans varð til. Hann byrjaði með að skýra frá j)ví, hvernig hann við sérfræði- nám sitt hefði fundið sárt til þess, hve lítið menn vissu um hinar eigin- legu orsakir meltingarkvillanna og að beita varð þvi lækningunni mestmegnis gegn einkennum í stað orsaka. Hann kvaðst hafa tekið það ráð, er heim kom, að ná sem nákvæmustum sjúkrasögum af öllum sjúkling- um með langvarandi veikindi er hans leituðu, og við obj. skoðunina að leita liklega sem óliklega. Komst hann þá að raun um: 1) að almennu einkennin voru oft merki- lega lik hjá þeim magahraustu og jíeim magaveiku, og 2) að meltingartrufl- anirnar voru oft áberandi líkar, þótt sumir væru t. d. blóðlitlir, aðrir blóð- rikir, sumir ,,taugaveiklaðir“, aðrir rólyndir, sumir tannlausir, aðrir vel tent- ir, sumir hægðalausir, aðrir með bestu hægðir, sumir með magann niðri i grind, aðrir með stuttan maga o. s. frv.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.