Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 16
10
LÆKNABLAÐIÐ
t
r
Olafur Jónsson læknir.
Hann andaöist úr pneumococcus-
meningitis upp úr lungnabólgu a'Ö-
faranótt þess 14. jan. kl. 4 árd., 43
ára að aldri. Hafði hann fengið
lungnabólgu alloft hin síðari árin,
og í þetta sinn hafÖi hann lcgið
þungt haldinn um 3 vikna tíma, og
virtist vera í afturbata er veikin
breyttist snögglega um kl. 2 e. m.
daginn fyrir andlátið. Hann hag-
ræddi sér þá í rúminu og sagði:
„Jæja, þá er sagan öll“, og voru
það hans síðustu orð, því að þá
tók við algert rænuleysi og greini-
leg meningitis-einkenni. Reynd var
lumbalpunctur, er staðfesti diagno-
sis, en breytti ekki ástandinu.
Ólafur heitinn var fæddur 19.
nóv. 1889 að Þóroddsstað í Köldu-
kinn. Foreldrar hans voru þau Guð-
ríður ólafsdóttir frá Mýrarhúsum
á Seltjarnarnesi og síra Jón Ara-
son prestur á Húsavík (d. 14. mars
1928). Hann tók stúdentspróf vor-
ið 1910 með 1. einkunn, sigldi þá og byrjaði nám sitt í læknis-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla, en lauk því frá Háskólanum hér
i febr. 1918, einnig með 1. einkunn. Sigldi hann þá aftur til Danmerkur
og fór á fæðingarstofnunina á Ríkisspítalanum, en náði því næst í fasta
candidatsstöðu á Amtssjúkrahúsinu í Odense og hélt henni 1 ár.
Er heim kom haustið 1919 gerðist hann fastur aðstoðarlæknir Matth.
læknis Einarssonar við Landakotsspítalann og var hans önnur hönd uns hann
sigldi um sumarið 1930 til Svíþjóðar. Þar gekk hann á Sahlgreus spítalann
i Gautaborg fram á haust, og vann er heim kom alfarið upp á eigin spýtur
úr því.
Auk aðstoðarlæknisstarfans hjá M. E., aðstoðaði Ólafur heitinn nær alla
aðra lækna við skurði á Landakotsspítalanum, enda var hann mjög eftir-
sóttur af læknum, því að hann þótti brátt frábær í þeirri list, svo að á orði
var haft, að hann ætti varla sinn líka, innan lands eða utan.
Sjálfur fékst Ólafur heitinn jafnframt nokkuð við skurðlækningar, og
sýndi hann, að hann var ekki að eins ,,ideel“ aðstoðarlæknir, heldur hafði
flesta góða kosti sjálfstæðs skurðlæknis.
Auk skurðlækninganna, er kölluðu hann á öllum tima sólarhrinsins, hafði
Ólafur heit. feikna mikla privat praxis í Reykjavík og nágrenni. Slík störf
Ólafur Jónsson.