Læknablaðið - 01.01.1933, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ
ii
voru því engum heiglum hent, enda var hér óvenjulegur gáfna- og hæfi-
leikamaður a'ð verki. Hann var aÖ heita mátti jafnvígur á alt, hraðvirkur,
svo að unun var á að horfa og rólegur eins og tími væri til alls. Hann var
einn af þeim mönnum sem geta lært af öðrum og af lífinu, — reynslunni. —
Enda þótt hann legði aldrei mikla stund á bóklegt framhaldsnám í sinni
grein, svo vitað væri, fylgdist hann vel með í öllum nýjungum læknisfræð-
innar, var óvenju glöggur á að þekkja og skilgreina sjúkdóma og taka þá
réttum tökum, og læknir var hann af lifi og sál. Hann ávann sér líka brátt
hylli og tiltrú, jafnt stéttarbræðra sinna sem sjúklinganna, enda góður kollega
og stéttarfélagi, en sjúklingar leituðu hans, í ýmsu, öðrum læknum frem-
ur, og gerði það vafalaust hans þögla og prúða framkoma. Hann þekti
urmul af sjúklingum, eigi að eins með nafni, heldur vissi hann, býsna oft,
glögg deili á hag þeirra, ætt og uppruna.
Ólafur heitinn var meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel, fríður var
hann sýnum, sviphreinn og bar góðan þokka. Það bjó meira í þessum yfir-
lætislausa manni, sem aldrei fór neitt fyrir og aldrei bar mikið á í manna-
hóp. en margur skyldi haldið hafa. Glögg dómgreind, ágætt minni, dreng-
lyndi og prúðmenska einkendu hann ef til vill hvað mest, en hann var líka
mannþekkjari og filosof. Atriði, sem frá almennu sjónarmiði virtust smá-
vægileg, gat hann sökt sér niður.í að hugsa um og velta fyrir sér tímunum
saman, þótt hann væri önnum kafinn í öðru. Nokkuð var hann dulur og
orðfár að eðlisfari, en glaður í liesta máta í vinahóp, enda vinmargur.
Yndi hafði hann af skáldskap og listum og las mikið, er færi gafst á, en
einnig hafði hann ágætt vit á fjármálum, stéttarmálum og stjórnmálum, þótt
hann hefði sig þar lítt í frammi.
Hinn i. júní 1915 kvæntist hann Láru Lárusdóttur frá Presthólum er
lifir hann ásamt 5 börnum þeirra, hinu elsta dóttur 17 ára og hinu yngsta
dreng 3 ára.
Ólafur heitinn var jarðaður 1. febrúar.
Halldór Hanscn.
Rottueyðing
er ekki einungis æskileg þrifnaðarins vegna, heldur fyrst og fremst vegna
hins geysilega fjárhagslega tjóns, sem þær valda um allan heim. Og þegar
svo þar við bætist, að þessi ófögnuður er aðaluppsprettan til ýmsra skæðra
drepsótta, þá er ekki að undra, þó að sitthvað hafi verið reynt til að útrýma
varginum. Síðan menn komust að því fyrir 30 árum, að rottan er sá brunn-
ur, sem stöðugt heldur svartadauðanum við, hefir allra ráða verið neytt til
að ráða niðurlögum hennar. En því miður hefir árangurinn ekki verið eft-
ir því.
Nýlega hefir dr. A. Loir skrifað grein um viðureign sína við rotturnar
og tilraunir sínar til að eyða þeim, en hann er reyndur hafnarlæknir i Le
Havre. Hann segir frá því hvernig rotturnar naga við og steinsteypu und-
an húsunum, svo að þau hrynja, hvernig þær ráðast á blýpípur til að slíta
tönnum sínum, og koma allskonar óskunda af stað. I stóru vöruhúsi í Le