Læknablaðið - 01.01.1933, Síða 30
24
LÆKNABLAÐIÐ
ur úr námunum, blandað kvartsi (sem getur valdið silicosis), en hreint
kryólít er fluor-aluminium-natrium, sem mikið er í af fluor (ca. 54%).
Dýratilraunir hafa sýnt, að kryolít er eitrað, að það dregur úr matarlyst, og
höfundarnir halda, að magaeinkennin hjá verkamönnunum stafi af kryólít-
ryki, sem þeir gleypi ofan í sig, og þá myndist fluorvatnsefni i maganum.
Ennfremur safnist FCa i beining og blóðmyndun geti truflast af því.
N. D.
Dæmi Spánar.
Undanfarin ár hafa um iooo læknakandidatar útskrifast árlega á Spáni
en um 200 læknar deyja á ári hverju. Afleiðingin er orðin sú, að nálega
10.000 læknar standa þar atvinnulausir, en hins vegar er fult af skottulækn-
um. Nú stendur til að halda læknafund til þess að ræða þessi vandræði, en
óvíst að hvaða gagni kemur. G. H.
F r é 11 i r.
8. norrænn berklalæknafundur verður haldinn í Stokkhólmi 9. og 10.
júní þ. á. Aðalumræðuefni: Lungna-atelectasis og lungnaberklar. Máls-
hefjandi: Próf. Jacobæus. Tilkynning um þátttöku og um fyrirlestra, send-
ist til ritara fundarins, dr. Gustaf Neander, Sturegatan 16, Stokkhólmi, fyr-
ir 15. maí. Forseti fundarins er próf. Jacobæus.
Fundurinn er opinn öllum íslenskum, dönskum, norskum, finskum og
sænskum læknum. Inngangseyrir er 15 krónur (sænskar) fyrir félaga í
hinu norræna berklalæknafélagi, en fyrir aðra lækna væntanlega 25 kr.
Nánari upplýsingar hjá próf. Sig. Magnússyni.
7. þing norrænna háls- og eyrnalækna verður háð í Osló 30. júní og
I. júlí 1933. Umræðuefni: Allergiskir sjúkdómar. Málshef jandi: Dr. med.
J. Krag, Khöfn, og Dr. med. A. de Besche, Osló (sem gestur). Þátttöku
ber að tilkynna ritara félagsins, Dr. W. Harboe, Kr. Augustgt. 14111, Osló.
Nánari upplýsingar hjá Gunnlaugi Einarssyni.
Sigurður Sigurðsson, læknir, sem hefir dvalið í Danmörku siðan hann
tók próf hér fyrir nokkurum árum, hefir nýlega lokið dönsku læknaprófi,
með I. einkunn, og þannig öðlast jus practicandi i Danmörku. Þar fyrir
mun S. S. samt engan veginn ráðinn í því, að setjast að þar í landi.
Ilann hefir nýlega fengið styrk frá Þýskalandi til áframhaldandi náms í
lyflæknisfræði, og dvelur nú við Charité-spítalann í Berlín.
Embættisprófi í læknisfræði hafa nýlega lokið Jóhanna Guðmundsdóttir
(I. eink., 167% st.) og Pétur Jakobsson (I. eink., 1 77)/$ st.).
Nýir félagar L.I.: Jóhanna Guðmundsdóttir og Pétur H. J. Jakobsson.
Um ólafsfjarðarhérað sækja: Bjarni Guðmundsson, héraðslæknir á
Brekku, og kandidatarnir Árni Guðmundsson, Ásbjörn Stefánsson og Sæ-
björn Magnússon.
Innheimtu og afgreiðslu Lbl. annast Rannsóknastofa Háskólans, Rvik.
Félagsprentsmiðj an.