Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 4
82 LÆKNABLAÐIÐ Nokkru síÖar sljófgast tilfinningin fyrir snertingu, sársauka, hitabreyting- um og hreyfingum, í þeirri röð, sem nú hefir verið talið, eða nokkurn veg- inn samtímis. Tilfinningin verÖur þó aldrei lömuð til fulls eins og hreyf- ingarnar. Reflexar geta veriÖ auknir í byrjun. Fljótlega dofna þeir eða hverfa. hásinar- og hnéreflexar fyrst, ilreflexar venjulega seinna. Kviðar- og kre- masterreflexar haldast, en handleggjareflexar hverfa og dofna þegar efri útlimirnir verða undirlagðir. Riða við Rombergs próf kemur tiltölulega snemma í ljós. Eymsli og þreyta í kálfum er oft fyrsta einkennið, sem sjúklingurinn tek- ur eftir. Kálfarnir verða oft útþandir, spentir og harðir og er það ágætt einkenni, stafandi frá því, að sjálfar vöðvafrumurnar verða vatnsósa. Iválf- arnir eru þá mjög aumir við þuklun, einkum yfir innanfótarkvísl m. gast- rocnemii, og telur Shimazono, einn af mestu beriberi-fræðingum Japana, það mjög þýðingarmikið einkenni. Annað einkenni tilsvarandi, fann eg lika, sem eg hefi ekki séð neinstaðar, og það voru áberandi eymsli á mótum kálfa og hásinar. Fylgdi það stundum gastrocnemius-einkenninu, en var stund- um án þess, t. d. á þeim, sem ekki höfðu taugatruflanir alla leið upp að hnjám. Gangur sumra sjúklinganna var svo sérkennilegur, að maður gat séð hvað að þeim gekk þegar í stað, við að sjá þá tilsýndar á ferð. Sjúkling- urinn stígur jafnsnemma í alla ilina og lyftir tám og hæl jafnt frá jörðu. Gerir þetta ganginn mjög óstælinn og stirðbusalegan, og mun koma af því, að sjúklingurinn hlífir kálfavöðvunum við hreyfingu. Bjúgur getur oft verið í fitupörunni (subcutis) á fótunum, en yfirleitt bar lítið á honum hjá sjúklingum okkar, og stundum var hann aðeins finn- anlegur framan á leggnum eða þá alls ekki. Hann vantaði t. d. hér um bil alveg á nr. I, sem þó hafði hjartaeinkenni á afar háu stigi, en var að vísu rúmliggjandi (sjá síðar). Tilfellin hér voru öll „þur“ eða svo að segja þur, en annars er einnig talað um „votan“ beriberi, þegar lijúgur er að ráði. Sumir efast þó um, að þar sé um hreina B-avitaminosis að ræða, heldur um meðfylgjandi vöntun á C-vitamini eða proteinum. Þegar sjúkdómurinn ágerist, rýrna kálfavöðvarnir og visna að lokum alveg. Lömunin, bæði á tilfinninga- og hreyfitaugum, færist upp á læri og grípur einnig yfir á aðra likamshluta, fyrst og fremst á handleggina, og byrjar þar yzt, með dofa í fingrum o. s. frv. Þriðji uppáhaldsstaður sljófgaðrar tilfinningar er miðlínurönd milli nafla og nárabeins og sá fjórði er mjór baugur umhverfis munninn. Taugabilunin birtist því á fjórum stöðum í þessari röð: Fætur, hendur, kviðarmiðbik, varir. Einstöku sinnum byrja þó lamanirnar í höndum, en ekki fótum, ef vöðvaáreynsla á handleggina er meiri en á fæturna. Skýr- ingin á þessu staðarvali taugaeinkennanna er sú. að lengstu taugaþræð- irnir — frá hrygg til útsvæðis — bila fyrst, og því fyr, sem þeir eru lengri. Þó er ein nokkuð stöðug undantekning frá þessari reglu, og hún er sú, að tilfinning helst oftast betur í il en rist eða ökla. Hjarta og œðar: Diastoliski blóðþrýstingurinn er vanalega lækkaður við heriberi, og getur það einkenni komið á undan öllum öðrum, meðan sjúk- dómurinn er latent. Telur Aalsmeer, sem einna mest hefir um þetta atriði ritað, að það stafi af því, að arteriolurnar „leki“ hlóðinu út í bláæðakerfið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.