Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 10

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 10
88 LÆKNABLAÐIÐ broddi, en greinilegri þó inn viÖ brjóstbein. Dálítil áhersla á II. lunga- æÖartón. Æðatónar yfir a. femoralis og bracchialis, en ekki aorta lumb- alt. Blþr. 150/-Í-. Púls 120. Genitalia mjög smávaxin, en neitar mink- aðri libido. Adrenalinprófun ekki gerð. Spurður um mataræði, kveðst „aldrei hafa haft það jafngott, eintóman hveitimat". Ord.: Ger og breytt mataræði. g dögum seinna: Klárað 100 grömm af geri, bráðbatnað, engin mæði né verkur í kálfum, en máttleysi við gang og göngulagið óbreytt. 16 dögum þar á eftir: Máttlaus enn í kálfum, enda mataræði enn ófull- komið. Fer heim til sínu úr verinu, hálfhaltur á báðum fótum, í byrj- un maí. Kemur aftur út til Eyja, til ferkari meðferðar, vegna þess að ein- kenni hafa ekki öll horfið. Hefir nýlega lesið grein mína um beriberi í Mbl. og orðið skelkaður. Skoðaður aftur 13./9. Segir fæturna hafa smábatnað, en öðru hvoru óþægindi frá hjarta, einkum verkur. Hefir borðað flatkökur úr samanhnoðuðu rúgi og hveiti, 2 egg á dag o. s. frv. Við skoðunina er mikill hjartsláttur, sem hann segir vera óvenjulega mikinn nú, enda þótt hann fái stundum köst. Hjartatakmörk eðlileg, hjartahljóð hrein og jafnsterk yfir rótum og broddi. Púls 108; æða- sláttur á kviði og hálsi. Blþr. 150/100. Eftir 1 ccm. af sol. adrenalini eykst hjartslátturinn heldur, en hjartadeyfan ekki; hljóðin verða hærri við basis en brodd. Greinilegur æðatónn heyranlegur yfir a. femoralis, en daufur yfir a. bracchialis. Blþr. 165/90. Sjúkl. er fyrirskrifaðar tabl. idotoni og hann síðan sendur heim aftur, eftir að talinn hefir verið í hann kjarkur. Hér hefir hjarta- og æðakerfið ekki náð sér alveg til fulls, því enn er nokkur viðkvæmni fyrir adrenalini. Ef til vill hafa einkennin orðið öllu meira áberandi fyrir þá sök, að sjúkl. var talsvert kviðafullur. Einkenni frá taugabiluninni í fótunum voru aftur á móti horfin, nema hvað ilreflex var daufur. Eins og áður er getið, fá konur beriberi miklu sjaldnar en karlar, og þá langoftast í sambandi við barnsburð. Skulu hér sett 2 slík dæmi: Nr. V. I. B. 23 ára, gift. — Hafði á 15 ára aldrinum væga berkla í vinstra lungna'broddi, og fékk þá um tíma Ijóslækningu. Heilsugóð síð- an. Tíðir reglulegar frá 14 ára aldri. Hefir verið gift í 2 ár og átti fyrra árið barn, mánuði fyrir tímann, sem dó skömrnu seinna. Átti aftur barn í vetur, 19./1., og gekk fæðingin fremur erfiðlega, enda framhöfuðstaða. Fékk á annari viku eftir fæðinguna háan hita, sem stóð þó aðeins í 2 daga. Lá alls á 4. viku. Var með bjúg í fótum fyrir fæðinguna, en enga eggjahvítu i þvagi. Eann þá til máttleysis í hægra fæti og mikillar mæði. 9./2. Hefir glófatilfinningu fyrir neðan hné og fiðring, einkum í kálf- unum. Dofi í fingrunum einkum II.—IV., og gat ekki í gær, vegna hans, náð gúmmíbandi utan af glasstút. Mjög máttlaus i fótum, svo að hún hneig niður í gær, þegar hún ætlaði að ganga um herbergið. Tilfinning er slófguð í fótunum, einkum vinstra megin, og vottur af eymslum og bjúgi framan á leggjum, einkum vinstra megin. Nokkur eymsli í kálf- unum, sem eru slappir, einkum á innanfótarkvísl m. gastrocn. Sina- reflexar á fótum horfnir, aðrir reflexar fyrir hendi, Romberg (riða) -)-.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.