Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1933, Page 11

Læknablaðið - 01.08.1933, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 89 Undanfarið með hitavott á kvöldin. Dálítil slímhljóð neðst í vinstra lunga að aftan. Hjartað er lítið eða ekki stækkað til hægri, hijóðin hrein, en öllti meira áberandi við brjóstbein en brodd, lítilsháttar áhersluaukning á II. lungna- æðartón. Nokkur æðasláttur i kviðnum. Gerfitennur eru í efri góm, en vantar alveg í þann neðri. Matarlyst hefir verið góð, en sjúki. hefir þó lést nokkuð undanfarið. Fæði i vetur: þá líter mjólk á dag, talsverðar kartöflur og óskemdar, svolítið af gul- rófum, rúgbrauð ekkert og lítið hveitibrauð, en aðallega normalbrauð, nýmeti mjög lítið, helst aldrei nýjan fisk, en saltfisk mjög mikið, slát- ur varla siðan i haust, hafragraut og hrísgrjónagraut mikið. Mjög lítið komið út síðari hluta meðgöngutimans. Hún mjólkar sæmilega. Sjúkl. er ráðlagt hentugra fæði, einkum mjólk, sem foreldrar hennar gefa henni. Ord.: Ferrum reductum. Hún fær nudd og rafmagn á fæturna. 3-/3. Sjúkl. hefir haft 1. af mjólk á dag, en ekki borðað rúgbrauð vegna brjóstsviða. Hún er enn máttlaus i fótum, staulast við staf og getur ekki staðið upp úr sæti, nema með stuðningi. Fótreflexa vantar. Kálfar eru nokkuð stinnir og aumir, einkum á innri gastrocnemiushausn- um. Romberg dauft -þ. Hjarta virðist vera i eðlilegu lagi. Hún hefir haft barnið á brjósti fram yfir síðustu mánaðamót, og var framför þess léleg framan af, en skárri síðustu daga. Fær ger, og fer mjög batnandi. Eg var fyrst i vafa um, hvort hér væri um beriberi að ræða, en sann- færðist um það, eftir því sem eg sá fleiri tilfelli. Skoðunin að því er hjart- að snerti, var framan af ekki eins nákvæm og síðar, og adrenalinpróf var eg ekki farinn að gera um þessar mundir, en við skoðunina 31./3. var ekki að marka, þótt ekki sæist typisk breyting á hjartanu, því að sjúkling- urinn var þá á batavegi og hafði haft hentugra fæði í heilar 6 vikur. Það, sem einkum styður diagnosuna, eru hin typisku eymsli í kálíum og þó sér í lagi á gastrocnemiushausnum innri. Nr. VI. E. B. 23 ára, gift. —■ Eignaðist barn 1928, og annað í ágúst 1932. Nokkuru síðar bar á máttleysi í fótum og verkjum fyrir neðan hné, sem hafa haldist. Dofi var i fótunum og kálfunum og síðar kláði, sem heíir gert henni mjög mikil óþægindi. I handleggjunum eru einnig óþægindi, sem halda fyrir henni vöku, einkum eftir þvotta; segir það ekki verki og varla geta lýst þeim, — líkast kitli. Afarmæðin við alla áreynslu og hefir verið það síðan í fyrra; hafði þá brjósthimubólgu. Hjartsláttur við áreynslu, og stundum svirni. Mataræði: Engin mjólk í vetur, ekki einu sinni sem útálát. Egg aldr- ei. Borðar lítið af kartöflum og þykir þær vondar. Aldrei nýtt ket, en saltket nokkuð, nýjan og saltaðan fisk. Súpur úr þurkuðum bláberjum og eplurn, af því að þau fást út í reikning og maðurinn fær kaup sitt í úttekt, en enga peninga. Mjólkurmat aldrei, því að mjólkina þarf að borga í reiðu fé. Ketsúpur aldrei, því að saltketið er of vont til að hafa í súpu. Enga grauta, engar gulrófur, smjörlíki eingöngu sem viðbit. Af brauði er eingöngu notað hveitibrauð; bakar heima sætt brauð. Mik- ið kaffi (fæst út í reikninginn!). Skoðun 5./5.: Bjúgur og falsbjúgur pastös upp að hnjám. Kálfar nokkuð spentir, en ekki áberandi aumir, nema helst á byrjun hásinar vinstra megin, og heldur meira á innan- en utanfótarkvísl m. gastroc-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.