Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1933, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.08.1933, Qupperneq 12
90 LÆKNABLAÐIÐ nemii. Snertiskyn lítiÖ eitt sljófgaÖ upp undir hné, að iljunum undan- teknum, sársauka- og hitaskynjun ekki. Romberg (riða) Ilreflex fyrir hendi, en hásinar- og hnéreflexa vantar. Radialreflex -f-. Hjartað aðeins breikkað á báðar hliðar. Broddhljóð ekki greinilega óhrein, en greinilegt systoliskt mishljóð í III. og þó einkum II. rifjabili vinstra megin, með dálítilli áherslu á síðara tóninum. Púls 84. Blþr. 115/70. Adrenalinprófun með aðeins 0,3 mg: Sláttur yfir hjarta og kviði og greinilegur og hvell æðatónn yfir a. femoralis, en daufur yfir a. bracchi- alis. Púls 96, blþr. 125/60. Mishljóðin nokkru sterkari, en ekki út- breiddari. Röntgenskoðun: Dálítil bunga á hjartaskugga út fyrir hægri brjóst- beinsrönd, breiðust neðst. Broddur utan til við geirvörtu. Hjartað er flatt og míturlagað. Þumlungsbreiður grysjuskuggi niður með hægri hilus. Samvextir við þind hægra megin innan til. Sjúkl. er fölleit. Tallqv. 60. Ord.: Saccharomyces cerevisiae. 19./5.: Hefir notað 100 gr. af gerinu auk pela af mjólk og 1 eggs á dag. Bjúgurinn að mestu runninn úr og bólgan úr kálfunum, sem þó eru í stinnara lagi, dálitið aumir við gang, en ekki við þuklun. Hné- reflex kominn, en daufur; en Rombergs einkenni helst greinilegt. Sjúkl. er enn mæðin. Ord.: Ferrum reductum. Þetta dæmi er merkilegt fyrir þá sök, að þar fengust miklu greinilegri upplýsingar um mataræði en hjá karlmönnunum, og sýnir það ljóst, hversu mataræðið verður óhentugt, þar sem fátækt, óheilbrigt viðskiftalag og þekk- ingarskortur leggjast á eitt. Sætt hveitibrauð er eingöngu notað og þurkuð bláber og epli í stað mjólkur. Fæðið verður því bæði tiltölulega dýrt og ófullnægjandi. Þess má geta, að Bj þolir tiltölulega vel uppþurkun og geymslu, og mjólk getur verið fremur snauð að því með köflum, en samt verður að gera ráð fyrir, og þetta dæmi styður mjög þá tilgátu, að þurk- aðir ávextir jafnist alls ekki á við mjólk sem Bj-gjafi. Þá má geta þess, að 9-/5. skoðaði eg vermann austan af Fjörðum, sem hafði verið í fæðí hjá þessari síðastgreindu húsmóður frá því í janúar, og hafði hann mjög greinileg beriberi-einkenni, en eg tel óþarft að bæta sjúk- dómslýsingu hans hér við, þar sem aðrar samskonar eru áður komnar. Um báðar þessar konur má geta þess, að þær höfðu börn sín á brjósti, sú fyrri í 6—7 vikur, en hin í ca. 5 mánuði, en mjólkandi móðir hefir 3—5-falda Bj-þörf á við aðrar konur. Niðnrlag. Þegar litið er yfir framangreind dæmi, þá sést það brátt, að frá því hin fyrstu einkenni gera vart við sig og þar til greinileg og vel •afmörkuð sjúkdómseinkenni koma í ljós, líða oft ekki nema örfáir dagar, eins og t. d. hjá nr. IV., sem verður óvinnufær eftir 3 daga. Orsökin er fyrst og fremst sú áreynsla á kálfana og einnig á hjartað, sem sjóróðrar og önnur vertíðarvinna hefir í för með sér, þegar uppistöður fara að verða síðari hluta vertíðarinnar, en á undan er þá genginn nokkurra mánaða skort- ur á Bj, sem ef til vill hefði aldrei gefið veruleg sjúkdómseinkenni, ef um léttari vinnu hefði verið að ræða. Eg tel víst, að beriberi hafi gert vart við sig fyr en i vetur, þótt læknar hafi ekki varað sig á honum. Þannig frétti eg um einn mann ofan úr Kjós, sem var fyrir 2—3 árum vcrmaður suður með sjó, og kom úr verinu mátt- litill í báðum fótum og mæðinn við alla áreynslu og hurfu þessi einkenni

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.