Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 9i smám saman. Einnig leitaði til mín maÖur einn á vertíÖinni 1931 með neuritisk einkenni i báÖum fótum, sem hann átti lengi í. Hefi eg síðar haft nánari fréttir af heimili hans, sem leiða í ljós, að þeir feðgar, 3 að tölu, höfðu allir samskonar fótaveiki þennan vetur og lá einn þeirra lengi og batnaÖi fyrst við alllanga dvöl utan heimilis síns. Breytingar þær á aldagömlu mataræði, sem orðið hafa hér á landi á sið- ustu áratugum, stefna að ýmsu leyti í öfuga átt, einkum vegna þess að þjóð- in á ekki nægan kost grænmetis og ávaxta. í stað flatbrauðs og hrærings úr nýmöluðu rúgmjöli og bankabyggs og bauna, sem alt eru góðir B-gjafar, er nú etið, einkum í kaupstöðum landsins, allskonar hveitibrauð, súpur úr sagó og hrísgrjónum og grautar úr haframjöli, en alt eru þetta lélegir B^- gjafar. Mikið át sykurs og sterkju eykur að miklum mun þörf mannsins fyr- ir Bi, en fiturík fæða dregur úr henni. Þegar einnig er á það litið, að C- efnið geymist best í súr, þá eru allar likur til, að mataræði þjóðarinnar eins og það var öldum saman, hafi verið mikið hentugra frá sjónarmiði fjör- efnafræðinnar en margan grunar. Er þetta mikið og merkilegt umhugs- unar- og rannsóknarefni, sem ekki er hægt að fara frekar út i hér. Eg þykist með framangreindum sjúkrasögum hafa fært fullgildar sann- anir fyrir því, að beriberi er til á íslandi, og þar með, að mataræði þjóðar- innar er ábótavant. Er þetta talsvert merkilegt atriði, þar sem sjúkdómur þessi þekkist nú hvergi annarsstaðar í Evrópu. Eins og kunnugt er, þá er hann mjög algengur í Japan og á Austur-Asíuströndum, þar sem fjöldi manna deyr úr honum árlega. Á Indlandseyjum og í Indlandi er hann nokk- uð tiður og dregur þó úr honum þar að mun. Hann er einnig þektur á ýmsum stöðum í Afríku, á Amazon-svæðinu og einstök tilfelli í Norður- Ameríku. Á stríðsárunum gerði hann talsvert vart við sig í her Breta í umsátrinu um Tut-el-Amara og á herskipum í Persaflóa. En sá staður, sem hliðstæðastur er íslandi að j)essu leyti, er samt Newfoundland, þar sem nokkur hundruð tilfelli hafa gert vart við sig meðal hvítra manna, en ekki meðal Eskimóa. Fór fyrst að bera á þessu upp úr aldamótunum, þeg- ar hveitibrauðsát var upp tekið, og reynist nýr fiskur þar ekki frekar en hér næg vörn. Tilfellunum þar hefir þó farið mjög fækkandi á síðasta áratug. Eg hefi lesið sjúkdómslýsingar frá flestum þessum stöðum, og eru þær í ágætu samræmi við reynslu mína af sjúkdómnum hér. Hér er nýtt rannsóknarefni fyrir íslenska lækna, Jrví að ólíklegt verður það að teljast, að fæði Vestmannaeyinga sé J)að snauðara að Bt-fjörefni en annara landsmanna, að skortur þess geri ekki víðar vart við sig. Vona eg, að grein þessi verði þeim nokkur stoð, sem á sjúkdóminn kynnu að rek- ast, og eru frá minni hálfu velkomnar þær upplýsingar, sem eg gæti í té látið, hverjum collega, sem þess æskir. Eru það aftur á móti vinsamleg tilmæli mín til þeirra, sem rekast á greinileg eða grunsamleg tilfelli, að láta rriér í té vitneskju um þau, því að eg hefi hugsað mér að rita nokkru nánar um þetta efni síðar meir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.