Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 99 diagnosticeraS er hér á landi, og vildi eg í því tilefni leyfa mér a'ð fara nokkrum orSum um sjúkdóm þenna. Vona eg, að það, auk Beriberi-tilfella dr. Kolka ,geti orðið til þess að minna lækna ennþá meira á B-vitannn- skort þann, sem i»el má vera að sé yfirvofandi á mörgum stöðnm hér a: íslandi, vcgna þcss, hvc kartöfluuppskeran hefir farið illa í mörgum hér- uðum í liaust. Nafnið kvað vera ítalskt, af pelle, sem þýðir húð, og agra, sem þýðir óslétt. Sjúkdómurinn hefir fyrst fundist á Spáni og ítalíu í lok 18. ald- ar, og hefir hann alla jafna verið útbreiddur í þessum löndum. Hann hefir einnig komið talsvert fyrir í Austurríki, Litluasíu, Afriku, Indlandi, Kína, Mexíkó og Vesturindíum, á síðari helming 19. aldar komu fyrir nokkur tilfelli í Englandi og Skotlandi. 1907 var ritað um fyrstu tilfellin í U. S. A. Þó vist þyki, að sjúkdómurinn hafi einnig verið þar i landi um 1885. Árið J930 dóu 7146 manns úr veikinni í U. S. A. Á síðustu árum kemur sjúkdómurinn aðallega fyrir, utan U. S. A., í sovjetríkinu Georgia, í Tur- kestan og Indlandi. í Evrópu hefir seinustu 2—3 árin verið getið um sjúk- dóminn í Tyrol, Basel, Genova og Kaupmannahöfn, svo og frá einstaka geðveikraspítölum i Þýskalandi. Boggs & Padgct í Baltimore hafa bent á, að sjúkdómurinn ágerist mjög á seinni árum alstaðar. Helmingi fleiri tilfelli í U. S. A. nú en fyrir 10 árum. Sjúkdómseinkenni: Þau eru mjög margvísleg og sjaldan öll samfara. Mest ber á þeim frá: 1) frá liúðinni (vegetativa taugakerfinu), dermatitis pellagrosa, 2) frá centraltaugakerfinu: Psykosur eða medullær symptom, 3) frá mcltingarfœnnn: Stomatitis, colitis, proctitis o. fl. Langsamlega aðaleinkcnnið cr dcrmatitis pcllagrosa, sem talið er pato- gnomoniskt fyrir sjúkdóminn, þegar það er fyrir hendi. 1 einstaka væg- ari tilfellum á það að geta vantað. Þessi dermatitis byrjar sem erythem, sem oft verður vesiculös eða pustulöst. Eftir verður dökkbrún (eða nærri svört á stundum) pignientation og á sumflm stöðum hypcrkcratosis. Der- matitis er ávalt symmetriskur, oftast á dorsum manus, um hnúana og upp á framhandleggi, oft i andliti um nefið, en getur auk þess komið fyrir allsstaðar á líkamanum, einkum á þeim stöðum, sem útsettir eru fyrir áhrif ljóssins eða verða fyrir þrýstingi (olnbogar); mjög algengt kvað það vera, að finna einkennið á úlfnliðunum, volart; í lófunum kemur það aldrei fyrir. Þessi dermatitis er venjulega allskarplega afmarkaður gagn- vart húðinni umhverfis. — Erythemið getur vantað, svo aðeins er um pig- mentation og ef til vill hyperkeratosis að ræða. Þegar dermatitis er að batna, er hann hreistrandi. í kroniskum tilfellum, mörgum, helst sífelt pigmentation, sem eigfnlega líkist mest sólbruna, þá aðallega á hnúum. Þessi dermatitis gerir mest vart við sig á vorin og fyrri part sumars, en einnig á öðrum tímum. Einkennin frá central taugakerfinu eru inkonstant og mjög misjöfn: Þróttleysi, sljóleiki, „leti“, vantandi „upplegð", hugsana- og athafnatregða, þunglyndi, bölsýni, lífsleiðindi, svo að mennirnir jafnvel fyrirfara sér á stundum; í öðrum tilfellum ber meira á sívaxandi sljóleika, hjárænuskap, stundum rugli og ofskynjunum, og eru þessi tilfelli oft banvæn. Talið er, að 10% af pellagrasjúklingum verði geðveikir. Og vafalaust mun mega gera ráð fyrir, að mörg einkenni sumra geðveikra megi setja í samband

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.