Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1933, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.08.1933, Qupperneq 28
io6 LÆKNABLAÐIÐ 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 Pn. croup........ 564 287 185 218 185 241 274 Bronchopneum. . 1012 804 929 1262 875 795 851 Samtals........... 1576 1091 1114 1480 1060 1036 1125 Dánir ............ 238 127 107* 95 84 122 152 % ................ 15.1 11.8 9.6 6.4 7.9 11.8 14.5 Við þessar tölúr er vafalaust mjög margt að athuga, slæmt framtal hinna sjúku, eitthvað af sjúkl. er vafalaust skakt diagnosticerað, ekki greint á milli pneumonia crouposa og bronchopneumonia nógu vel, -— oft er það hreinn ógj örningur og mjög vafasamt hvort það er rétt að vera að gera tilraun til þess. Eg er helst á þvi, að ætiologi og eðli þessara tveggja flokka lungna- bólgu sé hið sama, aðeins stigmunur á sjúkdóminum. Ennfremur er vafa- laust oft ruglað saman djúpum bronchitum með hita og bronchopneumoni- um, og verður dánartalan þá lægri, en af reglulegri lungnabólgu. Svo má búast við því að allmargir læknar hafi talið sjúkl. með kighósta, mislinga, influensu o. f 1., sem fengið hafa lungnabólgu sem komplicat. og dáið úr, með í dánartölu lungnabólgusjúkl., en ætti auðvitað að teljast undir viðkomandi infectionssjúkd. Sömuleiðis hefi eg tekið eftir tilhneigingu skurðlækna að telja lungnabólgu eftir skurÖi, sem aðal dánarorsök, en ætti að réttu lagi að telja sjúkl. dáinn af afleiðingum skurðsins (operations mortalitet). Af öllum þessum ástæðum er því mjög erfitt að gera samanburð á dánartölum hér á landi og í öðrum löndum, enda er þar mest um dánar- tölur frá sjúkrahúsum að ræða, en á sjúkrahúsin fara oftast sjúkl., sem þungt eru haldnir. Dánartalan frá sjúkrahúsinu í Basel, árin 1899—1912, var 22%. Fránkels frá sjúkrahúsum i Berlín 22,6%. Á seinni árum virð- ist dánartala pneumon crou])., fara lækkandi i úthlöndum og er máske dá- lítið breyttri meðferð að þakka. Hér eru nokkrar tölur seinni ára: Aufrecht & Pezold .. Án chininlyfja .. 17,1% Með chininlækningum 7% v. Bergman 20% 7% Cahn Brownes • • °o,5 % 5% John 35% 16,4% Nicolaysen • • i7>7% 9>4% Berger 18% 11% Schunterman • • i5>3% 8,6% Coles (1929) 431 sjúklingar, dóu 44, ca 10% Þessir sjúkl. vour af Typ. I og Typ. II og eingöngu læknaðir með serum. Það virðist nú hægðarleikur, að dæma réttilega um árangur af lækninga- tilraunum við lungnabólgu, en þegar farið er yfir sögu þeirra tilrauna, verður annað upp á teningnum. Það er bæði fáránlegt hvað notað hefir verið og hvað góðir læknar eiginlega virðast börn í að dæma um árangur læknisaðgjörða sinna.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.