Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 31

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 31
LÆKN ABLAÐIÐ 109 un pneumonia crouposa, og margir hrósa því mikið. Varla indiceraÖ nema fyrstu 1—3 dagana, síðar óþarft að reyna það. Dosis 20—25 ctgr. 2.—3. hvern tíma allan sólarhringinn (vekja sjúkl.). Meiningin er að ná vissri concentration af meðölum í blóðinu og halda henni stöðugri. Lengur en 2—3 daga má ekki halda áfram með optochinin-meðferð (dosis þvi alls ca. 3 gröm). Allmargir sjúkl. fá sjóntruflanir af optochin. og nokkrir hafa fengið fulla blindu. Hætta verður við meðalið, ef nokkur óþægindi eða symptom koma frá augum (þokusýn, verkir o. s. frv.). Best er, að sjúkl. fái basicum, en ekki söltin; eitrunarhættan þá minni og láta þá fá eingöngu mjólk og mjólk- urmat, meðan á notkuninni stendur. Meðalið er afarslæmt á bragðið, eins og önnur chininlyf, og því bezt að gefa það í capsulum eða oblátum. 1932 hefir læknir, Leitner að nafni, lýst áhrifum optochins á lungna- bólgu smábarna (1—2 ára). Af 45 börnurn dó 1. Verkunin kemur strax annan daginn og hitinn fellur lytiskt. Hann ráðleggur að rannsaka þvag- ið nákvæmlega og daglega og gefur handa brjóstbörnum og pelabörnum 2—3 ctgr. 3—4 sinnum á dag. — börnum 1—2 ára 3—4 — 3—4 — - — — börnum 2—5 ára 4—5 — 3—4 — - — og gefur það í suppositoria. Dómurinn um þessa chinin-meðíerð lungnabólgu er nú ekki alveg áreið- anlegur. Þegar maður litur á tölur flestra þeirra, sem um það skrifa, dylst manni ekki, að dánartalan er um helmingi lægri með hæfilegri chinin- notkun en án hennar, en t. d. frægur læknir, eins og Kúlbs (Therapie d. Gegenwart 1932) finst fátt um hana. Hann hefir reynt chinin-meðferð á öllum sínum sjúkl. í eitt ár, og var dánartala hans þá 22 %, en annað ár, er hann notaði digitalis-kamfóru, var dánartalan 27%. Mest virðist við lækninguna undir því komið, að byrja strax á 1. sólar- hring. Þá hafa sumir komið dánartölunni niður í 3,6% (Roos, Helsing- fors 1921). Hess gefur optochin. basic 0,20 annanhvorn tima, eða solvo- chin. 1—2 ccm. intraglut. I 127 tilf. þar sem byrjað var innan 48 tíma frá skjálftanum, varð dánartalan 3,3%, en alls dóu 7,1 % (225 tilf.) ; 12,5 dánartalan þegar ekki var gefið chinin. Af öðrum meðölum, sem læknar hafa álitið specific, er fyrst að minn- ast á digitalis í stórum dósum. Það er mjög mikil reynsla um þetta efni, og virðist alt benda til þess, að ekki sé um nokkra specifika verkun að ræða, þótt sumir áliti að svo sé (t. d. Petresku), sem komst upp í 12 grm. digi- tal á dag, en fjöldi sjúkl. fékk sterka digitaleitrun í viðbót við lungnabólguna). Hitt er annað mál, hvernig og hvenær nota eigi digitalis sem symptomatiskt meðal við pneumoni. Kamfóra sem ol. camphorat í stórum dósum (10—-15 grm. 2—3 á dag af 20% ol. camphorat.) hefir verið þrautreynd, og mæla allmargir með þeirri meðferð, sumir sjúkl. virðast hafa fengið krampa af þessum stóru dósum, en yfirleitt er hún nú notuð minna en áður. Symptomatisk meðfcrð. í léttum tilfellum af lungnabólgu virðist góð hjúkrun og symptom.meðferð ein nægja. Hreint loft, ryklaust, jafnhlýtt dag og nótt, dálítið rakt, er áríðandi að sjá um. Gott að geta skift um sjúkraherbergi með 2—3 daga bili. Góð og nákvæm hjúkrun er aðalatriðið. Sjúklingurinn á ekkert að gera

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.