Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 36
IT4 LÆKNABLAÐIÐ II. Berkla-manndauSi hefir h. u. b. staÖiS í staÖ á Islandi síðan 1915, 1,9 —2/00. Hann hefir ekki minkaÖ yfirleitt, þrátt fyrir berklavarnir og mik- inn kostnaÖ og þrátt fyrir þaÖ aÖ tala sjúkrarúma fer langt fram úr hinni árlegu dánartölu. (Línurit A og B). Hin sérstöku einkenni berkladauðans hjá okkur eru hinar háu dánar- tölur á 4 fyrstu barnsárunum (sem sérstaklega er af völdum heilahimnu- berkla) og kvennadauðinn frá 10—40 ára. Þessi kvennadauði er tiltölu- lega langtum hœrri en annarsstaðar á Norðurlöndum, og sennilega víðast hvar. Orsökin er væntanlega meðal annars sú, að höfuðatvinnuvegurinn hjá okkur er sveitabúskapur og fiskiveiðar, en ekki iðnaður. Karlmenn vinna í útilofti, en konur inni, venjulega í þröngum og lélegum húsakynn- um, og þetta er sérstaklega skaðlegt, þar sem veturinn er langur og dimm- ur. Hinn langi og dimmi vetur á efalaust mikinn þátt í hinum tiltölulega mikla berkladauða hinna nyrztu landa og landshluta, íslands, Norður-Nor- egs, Norður-Sviþjóðar og Finnlands. Það er eftirtektarvert, að á suður- láglendinu, Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum, er berkladauði ein- kennilega lítill og litill munur karla og kvenna (0,8%o og i%c). A Norður- og Austurlandi eru dánartölur karla og kvenna 1 ,yc/c0 og 2,3c/cc, og á Vest- urlandi 1,3% og 1,9%« (hér eru kaupstaðirnir ekki teknir með, en hinir minni verslunarstaðir). Hvers vegna hefir berklaveikin ekki minkað á íslandi, þrátt fyrir kostn- aðarsamar varnir? Til greina getur komið eftirfvlgjandi atriði: Á þess-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.