Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1933, Page 48

Læknablaðið - 01.08.1933, Page 48
I2Ö LÆKNABLAÐIÐ tíma. Aldan stendur yfir um n vikur (frá miðjum maí til miðs ágústs). Úr þvi kveður lítið að veikinni þangað til í októberliyrjun. Þá hefst ný alda, en miklu minni. Þar er þá vorkvcf og haustkvef eins og hér, og eT vorkvefið miklu verra. Þá sýkjast nálega allir þorpsbúar og framan af sumrinu hósta flestir. Undirbúningstími virðist vera hálf til heil vika. Eigi að síður verður veikinnar vart allan ársins hring, þó lítið beri á henni milli sóttaraldanna. Vorkvefið flyst auðsjáanlega með samgöngunum, fyrsta aðkomuskipinu, sennilega þó skipshöfnin sýnist laus við kvef, en því miður er ekki getið um heilbrigði skipsmanna. Erfiðara er að skilja haustkvefið, og hefir höf. dottið í hug, að það stæði í sambandi við það, að þá koma margir nýir menn í námurnar en aðrir fara burtu. Þó sýnist aldan ekki svo mjög fara eftir því, hvort margir nýir koma eða fáir. Eftir að haustkvef er gengið yfir í desember, verða flestir ónæmir fyrir Spitsbergenkvefi, en eigi að sið- ur næmir fyrir norska kvefinu, sem kemur með vorsldpunum. Veikin er tíðust á vinnumönnum í námunum, minni á fólki, sem vinnur önnur störf. Það er eins og kvefið hafi ágerst síðustu árin, sérstaklega meira borið á því að vetrinum, sem áður mátti heita kveflaus. Á þessum árum hafa verið nokkrar samgöngur við rússneskan námubæ þar, en ekki hefir borið á því að kvef flyttist með þeim, heldur ekki með veiðiskipum, sem eru farin að koma þangað við og við. Bandaríkjalæknar dvöldu árlangt í Longyear ('30—-’3i), til þess að rannsaka kvefið. Athuguðu þeir meðal annars bakteríur í koki manna bæði á kveflausu mánuðunum og í kveföldunum, en ekki er höf. kunnugt um árangurinn. Höf. reyndi að liólusetja fólk með kvefbóluefni, sem notað er í U. S. o. v. Það kom að engu haldi. — I heilbrigðisskýrslum hefi eg oftar minst á kvefið, meðal annars 1928. Reynsla Norðmanna á Spitsbergen er svipuð vorri, en enga góða og gilda skýringu gefur hún á hinu kynlega háttalagi kvefsins. Líklega verða menn að bíða eftir henni, til þess sóttkveikjan finst. G. H. Leiðrétting. Heiðraða ritstjórn. 1 seinasta tölubl. Lbl., þar sem sagt er frá aðalfundi Læknafél. íslands í sumar, er það haft eftir mér, að mér hafi þótt hinar umræddu greinar landlæknis „bjánalega skrifaðar“. Þetta vil eg biðja yður að leiðrétta og það þess heldur, sem seinna í fundargerðinni er gefið í skyn, að þeir fundarmenn, sem hafi tekið til máls á fundinum, hafi gefið fundarrit- ara „autoreferat". Eg taldi greinarnar réttmætar. þó að eg hefði kosið sumt í þeim öðruvísi orðað. Reykjavík, 7. okt. 1933. Virðingarfylst. Gnðm. Tlwroddscn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.