Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 49

Læknablaðið - 01.08.1933, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 127 Fr éttir. Lækningaleyfi hefir veriö tekiS af Ásbirni Stefánssyni 12. september. Matthías Einarsson fór utan um mánaSamótin ágúst—sept. til Þýska- lands. Spítalabyggingar. Nýjan spítala er verið aS reisa í Stykkishólmi af Sct. Franciscus-reglunni. Sct. Josephs-regla er einnig aS koma upp myndarlegri viðbótarbyggingu við Landakotsspítala í Rvík. — Spítali Hvítabandsins í Rvik er að verða fullgerður og gert ráð fyrir að hann taki til starfa um miSjan okt. Fáskrúðsfjarðarhéraði hefir veriS veitt GuSm. GuSfinnssyni frá 1. okt. Kandidatastöður. Fyrir milligöngu kandidatanefndar Læknafél. ís- lands hafa þessir læknakandidatar fengiS spítalapláss í Danmörku: Högni Björnsson, Jón Geirsson og Kristján Grímsson. Kandidat í land- spítalanum frá 1. okt. er Arngr. Bjömsson. Aðstoðarlæknisstöðurnar á Landspitalanum eru auglýstar lausar frá áramótum, allar þrjár; sbr. augl. í blaSinu. Próf. Guðm. Hannesson er nýkominn úr heimboSi því sem nefnd danskra lækna stóS fyrir. Var honum haldiS samsæti af dönskum stéttar- bræSrum á afmælisdag hans í Khöfn og mikill sómi sýndur af hálfu lækna og heilbrigSisvalda. Hann hélt m. a. fyrirlestur í Khöfn um skipu- lag bæja. Skólalæknarnir í Rvík, Ólafur Helgason og Óskar ÞórSarson, hafa veriS ráSnir til aS gegna stöSum sínum áfram í vetur til bráSabirgSar, en í ráSi er aS breyta um fyrirkomulag á skólalæknisstarfseminni í Rvík aS afliSnu þessu skólaári. Eyþór Gunnarsson er nýkominn heim eftir ársdvöl í Danmörku, aSal- lega á Bispebjerg Hospital. Kristni Stefánssyni hefir veriS veittur styrkur sá, sem síSasta Alþingi ákvaS aS verja til lyfjafræSináms, kr. 2000 á ári í 3 ár, gegn jafnmiklu tillagi úr sáttmálasjóSi. Páll Kolka sótti í sumar, í Belgíu, alþjóSafund spitalalækna og dvaldi síSan um þriggja vikna tíma í London. D. V. Fjeldsted er nýfarinn utan og mun dvelja nokkra mánuði á kirurg- iskri deild í Aalborg. Leiðrétting. Sú meinloka hefir komist inn í íundargerð frá aðalfundi (var leiðrétt þar) í síðasta blaði, að lögin um varnir gegn því að næmir sjúkd. berist til landsins hafi ekki verið samþykt. Eins og kunnugt er voru þau samþykt, en koma ekki til framkvæmda fyr en 1. júlí 1934. G. H. Innheimtu og afgreiðslu Lbl. annast Rannsóknastofa Háskólans, Rvík. FélagsprentsmiÖjan.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.