Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 3
20. árg. 9. tbl. LÍKllBLflfllB Heykjavík, nóvember 1934. Dicks-próf, í meðförum gegn skarlatssótt. Eftir Júlíus Sigurjónsson. Það er langt sí'Öan vitað var, að hæmolytiskir streptococcar finnast svo aÖ segja altaf í hálsi scarlatinasjúklinga og oít í blóÖinu lika, einkum í svæsnari tilfellum. — Þetta er auðvitað engin sönnun þess, aÖ strepto- coccarnir séu sjúkdómsorsökin, og yfirleitt virtist það ekki sennilegt, aÖ streptococcarnir, sem eru orsök allskonar pyogen infektiona, gætu valdið specifik infektionssjúkdómi, eins og scarlatina virðist vera, sjúkdómi, sem þar að auki lætur eftir sig varanlegt immunitet. En það er vitað um aðr- ar streptococcainfektionir, að það er fjarri því, að um immunitet sé að ræða, að infektioninni afstaðinni. Stundum virðist næmið meira að segja aukið, eins og t. d. við erysipelas. Það var því álitið, að ef streptococcar stæðu i nokkru sambandi við scarlatssótt, væri það sem secundær infektion. A síðari árum hefir ný skoðun viðvíkjandi pathogenesis scarlatssóttar rutt sér til rúms, og á svonefnt Dicks-próf sinn þátt í því. Samkvæmt þessari skoðun ber ekki að líta á scarlatina sem sjúkdóm sui generis, held- ur sem eina manifestation eða symptom við streptococcainfektion, i. e. aðaleinkenni scarlatssóttar — útslátturinn — er aðeins toxinverkun. In- fektionin getur verið staðbundin, eins og við difteria, en toxinið berst út í blóðið og veldur m. a. lömun á háræðum húðarinnar, sem lýsir sér i útslættinum. En ástæðan til þess, að menn fá ekki scarlatssótt nema einu sinni um æfina, þótt ekki myndist ónæmi gegn streptococcunum, er sú, að gegn toxininu myndast antitoxin, er helst lengi í blóðinu, og neu- traliserar það toxin, sem kann að berast í blóðið frá endurteknum in- fektionum. Þeir, sem hafa þetta antitoxin, geta að vísu fengið strepto- coccainfektion, t. d. angina, en toxinið, sem kann að resorberast í blóð- ið, neutraliserast þar svo, að scarlatsóttareinkennið, exanthemið, kemur ekki frarn. Nú skal athugað, við hvaða rök þessi kenning hefir að styðjast. Það hefir verið sýnt, að streptococcar geta myndað toxin (endotoxin), þótt ekki sé nálægt eins sterk og t. d. difteri- eða tetanustoxin. Gabritschew- sky, sem fyrstur reyndi að vaccinera börn gegn scarlatina með drepnum streptococcagróðri, fékk í nokkrum tilfellum fram útslátt og önnur scar- latsóttareinkenni, þótt væg væru, er stórir skamtar voru notaðir. Hins sama hefir orðið vart við immunisation með Dickstoxini, ef of stórir skamtar voru notaðir. Að antitoxin myndist í blóðinu eftir scarlatssótt, sést

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.