Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 97 þessu og lagðir yfir sárin. Dregur þá venjulega fljótt úr allan svi'Öa. Ef brunalyfið er ekki vi'Ö hendina, má í viSlögum nota sterkt te. Eg skal að endingu geta þess, a<5 eg, samkvæmt ráÖum í Brit. med. jour- nal, pantaði handa sjúkrahúsinu á Akureyri brunatablettur, tilbúnar samkv. resepti dr. Mitchiner viÖ St. Thomas Hosp., sem hljóðar þannig: Rp. Hydrargyri chloridi, mmgr. 25, Acidi borici, ctgr. 5, Tannini, gram 1. D.s. 1 tabl. uppleysist í 50 grömmum vatns til sprautunar eða umbúða. (NB. Sublimatið og bórsýran gjöra tabletturnar haldbetri til geymslu). Tabletturnar og spray þar til heyrandi pantaði eg frá C. J. Hewlett & Son Ltd., London E. C. 2. Loks skal eg bæta því við, að nýlega sá eg einnig í Brit. med. journal mikið rómaða nýja tanninblöndu með acriflavine, sem kallast Tanna-flavine (tannin 20% og acriflavine 0.1%), sem borin er á með pensli og kvað reynast sérlega vel. Það má vel vera, að sú aðferð reynist handhægri. Fátt gleður hjarta vor læknanna meira en góð lyf, sem reynast krafta- lyf. Er sú reynsla guðdómlega hressandi, eftir einlæg vonbrigði af enda- laust aðvífandi „Galeni Thrati og Hippokratis“. sem reynast „eintómar sand- migur og þurt þang“ (eins og dr. Helgi Péturss lætur Hvita selinn kom- ast að orði). Ferroplex præparöt. Eftir J. K. Gjaldbæk. Þýtt úr Archiv for Pharmaci og Chemi 15. Apríl 1933, af Theodór Skúlasyni, stud. med. Rannsóknir seinni ára á áhrifum járnsambanda á myndun blóðs, hafa, eins og kunnugt er, fært mönnum heim sanninn um, að ferrósamböndin eru áhrifamest.* Af ferrósamböndum eru þó til margskonar præparöt, og það er því eðlilegt, að hugsað sé um, hvaða præparöt beri helst að nota, til þess að sem bestur árangur náist, samfara allra minstum óþægindum fyrir sjúklingana. Þegar um slíka athugun er að ræða, liggur næst að rannsaka, hvort líkindi séu til, að betri árangur náist með því að taka upp notkun nýrra ferro-præparata, sem eru frábrugðin þeim, er hingað til hafa verið notuð, og, sem, eins og kunnugt er, oft valda meltingartruflunum. * Knud O. Miiller, Jernpræparater og Jernterapi, Dansk Tidsskrift for Farmaci, Bd. 5, 1931 bls. 57.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.