Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 91 En svo viki'Ö sé nú aftur aÖ Dicks-prófinu, vaknar sú spurning, hvort treysta megi því, að þeir sem eru Dick-f- geti ekki fengiÖ scarlatssótt. Sú reynsla, sem enn er fengin, bendir undantekningarlitið á að svo sé. Dicks-próf hefir verið gert í stórum stil á öllum aldursflokkum, og er útkoman svipuð og við Schickspróf, i. e. með vaxandi aldri (eftir i árs aldur) fækkar þeim Dick-þ. Eftirfarandi tafla, eftir Heller, sem prófaði á annað þúsund manns í Þýskalandi, gefur gott yfirlit yfir þetta: Aldur °/o Dick-j- o—8 daga ......... o 2—5 ár .......... 7Ó 6—7 —............ 64 8—9 —............ 54 10-11 —........... 58 Aldur 12-13 ár 14-15 — 16-19 — 20-35 — % Dick-j- •••37 ...23 ... 23 ...18 Þetta kemur fyllilega heim við þá lengi kunnu staðreynd, að börnum á unga aldri er langhættast við að fá scarlatssótt, en eftir því sem aldur hækkar, minkar næmleikinn. Eftirtektarvert við þessar töflur er það, að brjóstbörn eru öll Dick-^. Þetta mætti ætla að stafaði af því, að þau hefðu fengið antitoxin í móðurlifi (passiv immunisation), sem eyðast svo von bráðar, en eftir rannsóknum á blóði þeirra hafa ekki fundist í þvi antitoxin. Ástæð- una fyrir því, að þau reagera ekki við toxininu, er því sennilega að finna í þvi, að húð þeirra er anergisk. Á öðrum aldri finnast, eins og áður var sagt, altaf antitoxin í blóði þcirra, sem eru Dick-^. Samanburður á Dick-j- og ■—■ fólki, sem er jafnt útsett fyrir smitun á scarlatssótt, bendir og á, að negativt Dicks-próf sé allörugt tákn um ónæmi, og skulu hér nefnd dæmi þess. Rhoads (1931) getur um 533 hjúkrunar- konur, sem voru Dick-t-, og fékk engin scarlatssótt, en á sama tíma sýkt- ust 15 af öðrum 449 hjúkrunarkonum á sömu sjúkrahúsum (í Chicago), sem ýmist voru Dick-j- eða höfðu ekki verið prófaðar. Benson (1928) get- ur um 97 sjúklinga, sem lagðir voru inn á scarlatssóttardeild, með rangri diagnosu, en vegna þess, að þeir voru Dick-f-, var ekki amast við þeim, og voru þeir þar 1—8 daga. Enginn þeirra fékk scarlatssótt, en af 108 Dick-j- fólki ,sem á sama tíma var í contakt, beint eða óbeint, við sjúklingana á deildinni, sýktust 36. Hvenær verða menn Dick-^? I fyrsta lagi eftir að hafa fengið scarlats- sótt. Fyrstu 3 daga veikinnar eru 90—100% Dick-j-, en úr því fer anti- toxin að myndast, og eftir 4 vikur eru ca. 90% Dick-=-. En það er ekki nema lítill hluti þeirra, sem eru Dick-i-, sem hafa fengið scarlatssótt. Það virðist sem lítilfjörleg streptococcainfektion, t. d. angina, nægi. Skilyrði er auðvitað, að toxin-resorbtion eigi sér stað, þó ekki sé nógu mikið til þess að valda scarlatina-exantheminu. Þegar Dick-positivir fá streptococca- infektion, er um 3 möguleika að ræða. 1. Infektionin helst algerlega lokal, annaðhvort á yfirborði, eða abscess myndast, og skilyrði fyrir toxinresorbtion vantar. Um antitoxin-myndun er því að ræða, og viðkomandi er Dick-þ eftir sem áður. Þessu til stuðn- ings mætti benda á sjúkdómstilfelli birt af O’Hara (1931): 12 ára dreng- ur kom með hita og bólgna eitla hægra megin á hálsi, virtist vera byrjandi abscess-myndun. Eftir nokkra daga var abscessinn opnaður, og tæmt út

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.