Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 14
TOO LÆKN ABLAÐIÐ að ferrum pulverat gangi einnig a'Ö miklu leyti óbreytt i gegnum melting- arfærin. A8 endingu skal þess getið, að ekki er heppilegt að gefa járn (ferr- um) jafnframt arseniki, (sem oft er þó notað í sambandi viÖ járnpræpar- öt), þar sem að minsta kosti er teoretiskur möguleiki fyrir því, að arse- nikið ummyndist í arsenvetni vegna vetnisins, sem myndast við að járnið leysist upp í saltsýru magans. Lactas ferrossus. Ferrolaktat myndar millistig milli hinna létt- og þunguppleysanlegu ferro- salta, þar sem i hluti af lactas ferr. leysist upp í 40 hlutum vatns. Þetta præparat er nægilega hreint á markaðinum, og það er auðvelt að fá præ- paröt, þar sem aðeins örfá procent eru oxyderuð i ferrisölt. Præparatið heldur sér vel, og uppleysanlegleikinn er þannig, að úr því má búa til töfl- ur, sem leysast fljótt sundur. Með notkun á lactas ferrosus fæst efalaust kröftug og hrein ferro-verkun. Af því er þó allsterkt jánibragð, og því hefir reynst nauðsynlegt að leita eftir ferropræparati, sem ennþá minna hefði í sér falið af hinum óþægilegu eiginleikum ferro-saltanna, jafnhliða þvi, sem það gæfi hreinar og kröftugar ferro-verkanir. Samsett ferro-sölt. Hin léttuppleysanlegu ferrisölt, svo sem ferriklorid og ferrisulfat, eru, svo sem kunnugt er, gefin mjög lítið inn sem járnmeðul, þar sem þau eru slæm á bragðiÖ vegna hinnar miklu ferri-ion concentrationar, sem er í vatnsupplausn af þeim, og auk þess verka þau „ætsandi" á slímhúðir og eru að líkindum skaðleg fyrir tennurnar. Til að komast hjá þessum göll- um, hafa menn í staðinn fyrir þau notað samsett (kompleks) ferrisam- bönd, þar sem sambandið er nægilega varanlegt, eins og til dæmis ferri- tartrat, ferricitrat, kaliumferritartrat og natriumferricitrat. Með þessum ferrisamböndum fæst hrein ferriverkun á þægilegan hátt fyrir sjúkling- ana, þar sem járnið er ekki fullkomlega eða fast bundið í þessum sam- höndum, heldur er það sem járnforði, og klofnar úr honum lítið af ferri- ionum í senn, eftir því, hversu þær ferri-ionir, sem í upplausn eru, hverfa á brott. Samkvæmt þessu liggur nærri að rannsaka, hvort ekki muni vera hægt að framkvæma milda og þægilega ferro-lækningu, með því að gefa samsett ferro-sambönd, hæfilega fast bundin saman. Kvantitativar rannsóknir eru ekki fyrir hendi um það, hvernig ferro- ionirnar og sýruafgangurinn bindast saman í ýmsum fast bundnum sam- böndum, en rannsóknir Roszkowski’s sýna kvalitativt að ferro-sölt með glycerinsýru, vínsýru, þrúgusýru, saccharinsýru, sykursýru og slímsýru, eru fastar bundin heldur en ferro-sölt af mjólkursýru. eplasýru og citron- sýru. Má því gera ráð fyrir, að ferrosölt af glycerinsýru, vínsýru, þrúgu- sýru, saccharinsýru, sykursýru og slímsýru, séu sérlega vel fallin til kröft- ugra og óþægindalausra ferro-lækninga, og að þessi sölt hafi ýmsa kosti fram yfir t. d. ferro-lactat, sem ekki er eins margbrotið að samsetningu eða fast bundið. DAK-nefndin hefir einkum fengist við ferrotartrat, en samkvæmt fram- ansögðu, ætti járnið að vera all-komplext bundið í því. Þó er þaÖ ekki nálægt því eins komplext bundið í þessu sambandi eins og í kaliumferro- cyanid, sem alls ekki gefur reaktion upp á ferro-ion, og hefir þess vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.