Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 4
90 LÆKNABLAÐIÐ á því, aÖ serum scarlatina reconvalescenta neutraliserar þetta streptococca- toxin bæÖi in vitro og vivo, eins og m. a. sést meÖ Dicks-prófi og Schultz- Charlton reaktion. Dicks-próf er alveg hliÖstætt Schicks-prófi við difteri, og miðar að því að sýna, hvort viðkomandi hafi antitoxin gegn streptococcum. Það er gert á þann hátt, að 0,2 cc. af „Dicks-toxin“ (standardiserað strepto- coccatoxin) er dælt intracutant í annan framhandlegg. Á sama hátt er dælt í hinn handlegginn jafnmiklu af hituðu, inaktiveruðu toxini, til þess að útiloka óspecifik protein-reaktionir. Eftir 16—24 klst. er lesið af. Posi- tivt er prófið, ef út frá stungunum, þar sem toxininu var dælt, sést rauð- ur blettur allvel afmarkaður, og ca. 2 cm. í þvermál, en á hinum hand- leggnum sést engin reaktion. Negativt er prófið, ef á hvorugum hand- leggnum sést reaktion, en pseudoreaktion ef á báðum handleggjum kem- ur roði og þroti. Er þá um óspecifik proteinreaktion að ræða, og verður því ekki á henni bygt. Húðreaktionin við positivt Dicks-próf er toxin- verkun, samskonar og útslátturinn við scarlatssótt. Staðbundin er hún aðeins vegna þess, hve litlu toxini var dælt, því, eins og áður var getið um, kemur exanthem um allan líkamann, og önnur scarlatssóttareinkenni, ef miklu Dicks-toxini er dælt subcutant, á Dicks-positivu fólki. Negativt Dicks-próf er skýrt á þann veg, að í blóði viðkomanda sé nægilegt antitoxin til að neutralisera toxinið á staðnum. Þetta má líka sýna in vitro, því að sé serum frá Dick—manni blandað saman við Dicks- toxin, og blöndunni síðan dælt intracutant i Dick-j- mann, kemur engin reaktion. Ennfremur gefur serum frá slíku fólki (Dick-f-) positiva Schultz- Charlton reaktion, i. e. sé því dælt i húð scarlatssóttarsjúklings með exan- them, hverfur roðinn með öllu á litlum bletti kringum stunguna, svo að húðin verður þar hvít, og með þvi að gefa mjög mikið af antitoxin-ser- um i. v., má fá alt exanthemið til að hverfa. A þessu sést, að þetta sama serum, sem neutraliseraði Dicks-toxinið (sem er streptococca-toxin) neu- traliserar einnig það toxin eða efni, sem veldur scarlatssóttar-exanthem- inu, og virðast þessir eiginleikar óaðskiljanlegir. Bendir þetta þvi á það, að toxinið sé það sama í báðum tilfellum, i. e. streptococcatoxin. Schultz- Charlton reaktionina er mjög handhægt að nota diagnostiskt, því að altaf er hægt að ná í serum frá Dick-r- fólki. Eftir þessar tilraunir með toxinið beinist hugur manna aftur að því, að framkalla scarlatina með streptococcagróðri. Ef streptococcagróðri er dælt á venjulegan hátt í tilraunadýr, fá þau sepsis. En Doches og Sher- man tókst fyrstum að fá fram sjúkdóm í marsvínum, er líktist mjög scar- latssótt, með því að dæla agar subcutant og i hann streptococcagróðri. Streptococcarnir uxu lokalt í agarnum, en aðeins toxinið resorberaðist. Dýrin fengu hita og útslátt, sem siðar hreistraði. Dick & Dick pensluðu hálsinn á 5 fullorðnum mönnum með hrein- kultur af streptoc.hæmolyt. Einn fékk typiska scarlatssótt og annar létta bólgu. Nokkru síðar voru aðrir 5 prófaðir á sama hátt, og aftur fékk einn scarlatssótt. Þegar þess er gætt, að menn þessir voru teknir af handa- hófi, án þess að gert væri á þeim Dicks-próf, er það mikið sönnunargagn fyrir streptococcaætiologi scarlatina, þótt ekki sýktist nema einn af fimm, því að með Dicks-prófi hefir verið sýnt, að ekki eru nema tæplega 20% manna yfir tvítugt móttækilegir fyrir sjúkdóminn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.