Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Síða 3

Læknablaðið - 01.07.1939, Síða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, JÓH.SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN 25. árg. Reykjavík 1939. 5. tbl. ^ZZZZZ^^ZZI Langvinnir liðasjúkdómar. E f t i r JÓHANN SÆMUNDSSON I. Lang'vinnir liSasjúkdómar, sem eg geri hér aí5 umtalsefni, eru tví- mælalaust í flokki þeirra sjúk- dóma, sem einna erfiöastir eru viö- fangs fyrir okkur læknana og auk þess hinir þungbærustu fyrir sjúk- lingana. Þykir mér ]?ví ekki úr vegi aö drepa hér á nokkur atriöi, er snerta eðli og orsakir þessara sjúkdóma og meöferö þeirra. Þess skal get- iö strax, að þrátt fyrir mjög itar- legar tilraunir til aö öölast fulla vitneskju um orsakir þessara sjúk- dóma, þá verður enn eigi fullyrt um hverjar þær eru, svo örugt geti talist, nema þegar um er aö ræða arthritis specifica (o: lues, tuber- culosis o. f 1.). Eg leiði hjá mér, aö tala urn þá sjúkdóma, en ræði hér eingöngu um nonspecific liðasjúkdóma og greini þá að eins i tvo flokka: í fyrra flokknum verða liðasjúk- dómar, sem haga sér likt og sýkla- sjúkdómar (infectio) í upphafi að minsta kosti. en í síðari flokknum liðasjúkdómar, sem haga sér eins og hrörnunarsjúkdómar (degener- ations-sjúkdómar). Eg hygg, að flestir langvinnir, nonspecific liðasjúkdómar eigi heima í öðrum hvorum þessum flokki í fyrstu, en þegar sjúkdóm- urinn hefir staðið lengi, er algengt að fram komi sjúkdómsmynd, sem er sambland beggja þessara mynda. Samkvæmt því, sem þegar hefir verið sagt um flokkunina, nefni eg í þessari grein fyrra formið arthritis chronica infectiosa, en hið síðara arthritis chronica degenera- tiva. í kenslubókum og handbók- um er að vísu viðhöfð rniklu ná- kvæmari flokkun, en mér virðist hún hafa fremur litla hagnýta þýðingn. þar sem við getum eigi stuðst við greiningu samkvæmt ör- uggum orsökuin sjúkdómanna, en meðferðin hinsvegar svipuð. Arthritis chron infectiosa hefir í upphafi öll einkenni sýklasjúk- dóms og heldur þeirn lengi vel, en þau helstu eru hithækkun, hækk- að sökk, fjölgun á hvítum blóð- frúmum, oft með lymfocytosis og fjölgun á stafkjarnafrumum. í liðunum sjálfum eru prolifera- tiv-breytingar í membrana synovi- alis og brjóskhimnunni (peri- chondrium), einmitt í þeim hlut- unum, sem klæða sjálft liðholið að innan. Auk þessa koma fram bólgubreytingar i mjúku hlutun-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.