Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 11
LÆ K NA B LAÐ I Ð 73 Gliicose er hœgt að gefa á fern- an hátt: Per os, eins og' gert er venjulega með hverri niáltíÖ, pcr rectum (dropaclysnia, ca. 60 drop- ar á mínútu), er ástæður leyfa ekki að hún sé tekin per os, og intra- venöst. Subcuiant kemur ekki til greina, nema um alveg isotoniskar upplausnar sé að ræða, og er því sjaldan gefin þannig. En sé þessi aðferð notuð, eins og til dæmis þar sem erfitt er að komast inn í æð- ar, þá gefnr maður 4,5 til 5% upp- lausn í lærið nálægt V. saphena, því að þar er resorption greiðust. Per rectum er ekki hægt að hafa upp- lausnina sterkari en 5%, því þá re- sorberast hún ekki, sé hún sterk- ari. irriterar hún slímhúðina og ex- cretio kemur í stað resorptionar. Helst ætti að hreinsa þarminn fyrst með klysma, sem l)æði er umstang fyrir hjúkrunarfólk og óþægindi fyrir sjúklinginn. Per rectum-að- ferðin kernur því ekki til greina, nema upplausnin þurfi ekki að vera sterkari en 5%. Stundum kemur líka fyrir. að jafnvel þessi upplausn resorherast ekki, enda þótt ekki sé um colon-|)athologi að ræða. Sjúk- lingnum líður líka síst betur, að fá vökvann per rectum. en intravenöst, enda er intraveösa aðferðin oftast notuð, og skal henni nú lýst nánara. Ef um smáqvantum er að ræða, er sjálfsagt að dæla því gætilega, með venjulegri rekord-dælu, og nota þvi grófari nál, sem upplausnin er þvkkari. Sé quantum mikið, er hest að gefa það með infusio. Meðfylgjandi teikning á að sýna apparatusinn, sem notaður er við infusionir: 1. Járnstandur á þrifæti. með grind að ofan. Standinn er auð- velt að srníða úr tré eða mjó- urn járnpípum. Hann þarf að vera ca. 1 meter hærri en rúm sjúklingsins. 2. 1 grindina er látinn pottur, sem hægt er að hafa heitt vatn í. Utan um pottinn væri gott að hafa þykkan dúk eða poka, til þess að vatnið héldist lengur heitt. 3. 1 pottinn er látin flaska (kolba) með upplausn þeirri, sem á að infundera. Upplausnin þarf að vera snarpheit, til þess að hún verði hér um bil líkamsheit þegar hún rennur inn í æðina. Vatnið í pottinum er líka haft vel heitt, til þess að draga úr hitatapinu. 4. 1 flöskuni er loftþéttur gúmmí- tappi með 2 götum. sem 2 gler- . pípur ganga loftþétt í gegn um.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.