Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1939, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.07.1939, Qupperneq 12
74 LÆKNAB LAÐ 1Ð 5. Önnur glerpípan nær hér um bil í botn á flöskuni, til þess aS geta dregið upp alla upp- lausnina. Hin pípan nær aðeins niíSur úr tappanum, en efri endinn myndar skáhalla trekt, sem í er látin steril bómull. Trektin er höfð skáhöll, svo síður rykist inn í hana. Þessi stutta pípa er til þess, að loft geti streymt inn í flöskuna, eft- ir því sem hún tæmist gegnum löngu pípuna, sem stendur i sambandi við: 6. Gúmmíslöngu, sem flytur upp- lausnina til æðarinnar. Gúmmi- slangan er slitin á einum stað af: 7. Dropateljara úr gleri. 8. Til þess að takmarka, hve margir dropar leka á minútu í gegnum dropateljarann, er skrúfuð klemma eða hespa á gúmmíslönguna, sem þrengir hana eftir vild. 9. Neðri endi gúmmíslöngunnar gengur upp á járn-conus, sem : 10. Holnálin gengur svo upp á. Óþarft er að taka fram, að flask- an, tappinn, glerpípurnar, gúmmí- slöngurnar. dropateljarinn, con- usinn og holnálin, þarf alt að vera sterilt, þegar það er tekið til notk- unar. Áður en byrjað er á infusioninni, hallar maður flöskunni þannig, að langa glerpipan fyllist af upplausn- inni, og hún renni niður eftir gúmmíslöngunni, svo að slangan fyllist niður að dropateljara, og neðri slangan fyllist upp að dropa- teljara. Ef alt er loftþétt, er þetta nóg til þess að upplausnin haldi á- fram að renna, þangað til búið er úr flöskunni. Maður lokar nú gúmmíslöngunni með lástöng, t. d. Kocher. með þvi að setja hana rétt fyrir ofan conus- inn, hengir síðan töngina upp á standinn, svo að conusinn óhreink- ist ekki, stingur svo nálinni í æðina (oftast Y. cubiti) og conusnum inn i nálina. Festa verður nálinni og neðsta hluta gúmmíslöngunnar með heftiplástri við handlegginn, svo að nálin haggist ekki. Að því loknu er lástöngin tekin af, og infusionin hefst. Athuga veröur mjög vel, að loft berist ekki inn í æðina. Það: er fyr- irbvgt með því, að láta dálítið at’ upplausninni renna út í gegnum conusinn, áður en hann er settur í samband við nálina. Gefa skal upplausnina ekki hrað- ar en sem svarar 90 drópum á mín- útu, en það er ca. 450 ccm á klukku- stund, ef um isotoniska vatnsupp- lausn er að ræða, en ca. 25% hæg- ar. ef upplausnin er hypertonisk (sterkari en 5) og ca. hélmingi hæg- ar, ef glucosan er leyst upp í physio- logisku saltvatni. Oft er æskilegt að hella saman anapartes af 10% glucose-upplausn og phvsiologisku saltvatni. Upplausnirnar mega ekki standa í opnutn ílátum nema stutta stund, og verða að vera nýtilbún- ar, ef þær eru ekki i innsigluðum flöskum eða ampullum. Eg fer ekki út i. hvernig glucose- upplausnirnar eru íramleiddar og steriliseraðar, því það ætti aðeins að gerast undir ströngu eftirliti fag- manna. Tilgangurinn með glucosc-thcra- pi: Eins og vitað er, er glucose að- al-aflgjafi allra vöðva líkamans, og við metal)olismus þeirra brennur hún niður í kolsýru og vatn. Það er þess vegna auðskilið, hve jiýð- ingarmikið er, að nóg sé af henni í líkamanum. Glucose-theraiii er að sumu leyti baseruð á þessari þörf, en að sumu leyti á osmosis eða os- motiskum þrýstingi glucosemolekul-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.