Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1939, Page 18

Læknablaðið - 01.07.1939, Page 18
8o LÆKNAB LAÐ IÐ fitukúlunum hafi ekki fjölgaS í blóðvessanum. Af þessum tilraun- um verður ljóst, að fitan hlýtur að geta resorljerast á annan hátt en alment hefir verið álitið. Frazer dregur ])á ályktun af tilraununum, að sá hluti fitunnar, sem klofni nið- ur í fitusýrur og glycerin, resorber- ist gegnum garnavegginn og inn í háræðar garnanna og lierist þaðan eftir portæðakerfinu til lifrarinnar, sem heldur þeim eftir og notar þau þegar í stað í orkuþarfir líkamans. Hinn hluti fitunnar, sem ekki klofn- ar, resorherast sem örsmáar fitu- kúlur gegnum garnavegginn og inn í vessaæðarnar, sem síðan berast eftir ductus thoracicus inn í aðal- blóðrásins og með blóðinu til vefj- anna, þar sem þær eru lagðar fyrir til seinni tima — sem forðanæring. Með stjórn á fitukljúfsrensli bris- ins getur þá líkaminn ráðið, hve mikill hluti af fitunni er notaður þegar í stað og hve mikið legst fyr- ir til seinni tíma. Reynist þessar rannsóknir ábyggi- legar, þá munu þær koma til að hafa talsverða nothæfa þýðingu fyrir lækna, sérstaklega við grein- ingu á lifrar- og brissjúkdómum, þar sem þær varpa talsverðu Ijósi á þátt gallsins og brisvökvans í melt- ingu og resorbtion fitunnar. Gallið hefir, sem kunnugt er, meðal ann- ars það starf, að leysa fituna í sund- ur í örsmáar fitukúlur (emulgera), og er þá væntanlega nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að fitan geti re- sorberast í formi fitukúlanna. Aft- ur á móti er fitukljúfur brisins nauðsynlegur til þess að nokkuð verulegt af fitunni geti klofnað i fitusýrur og glycerin og resorberast á þann hátt, því að fitukljúfur garnavökvans er í svo litlum mæli, að hann hefir litla nothæfa þýðingu. Jón Stcffcnscn. Heilbrigðisskýrslur 1935. Heilbrigðisskýrslnanna 1935 er getið i ,,The Medical Officer“ nr. 6, 1939, og er þar sem vænta má, eingöngu stuðst við enska útdrátt- inn. Er þar m. a. bent á, að dánartöl- ur séu hærri en venja er til vegna farsótt,a sem gengið hafi á árinu (influenze, pertussi, poliomyelitis). Annars sé ungbarnadauði lágur, venjulega undir SO%c, en andvana- fæðingar tiltölulega tíðar (2i,5%c). Þá vekja lögin um fóstureyðing- ar athygli, þar sem slíkar aðgerðir séu leyfðar, ef að dómi læknis me- dicinskar og social ástæður séu fyr- ir hendi. Þess er og getið, að eftir að þessi lög gengu; í gildi, hafi fækkað fóstureyðingum, sem áður voru framkvæindar undir ýmsu yf- irskyni. Skráð tilfelli af kynsjúkdómum (aðallega gonorrhoeaj þykja nokk- uð mörg. Er á það bent, að síðustu 2 árin séu hér skráð álíka mörg tilíelli af kynsjúkdómum og af berklum. Ennfremur er minst á út- breiðslu farsótta, holdsveiki o. fl. Að endingu er bent á að æski- legt væri að liafa allstaðar, þar sem því verður við komið, þýðingar á fyrirsögnum i töflunum, svo sem sumstaðar er gert, annað hvort á ensku eða latínu; yrðu þá skýrsl'- urnar ,sem svo mikinn fróðleik hafa að geyma, mun aðgengilegri fyrir útlendinga. Annars þykir frágang- ur skýrslanna yfirleitt liinn besti. Júlíus Sigurjónsson. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.