Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 31.12.1941, Side 8

Læknablaðið - 31.12.1941, Side 8
LÆKNABLAÐIÐ 146 feng'u crisis thyreotoxica, sem ekki var postoperativ. Eggert Möller sá 9 tilíelli af crisis thyreotoxica hjá 175 Mb. Basedow-sjúkl. Goetsch segir frá 3610 skurðaðgerSum vegna thyreo- toxicosis á 3321 sjúkl. á. árunum 1920 til 1934. Af 42 dauðsföllum voru 17 (40%) vegna crisis posto- perativa. Diagnosis. Crisis postop’erativa byrjar oft- ast strax eftir skurðaðgerðina, eða nokkrum klukkustundum síðar, og nær hámarki sínu á 24—48 klukku- stundum. Helztu einkenni thyreo- toxicosis magnast á stuttum tíma. Púlshraðinn eykst mjög, hitinn hækkar i um og yfir 40°, án þess um sjáanlega sýkingu í sárinu sé að ræða. Sjúklingurinn verður óróleg- ur og hræddur, fær uppsölur, nið- urgang, óráð og loks coma. Stundum er nokkur aðdragandi að sjálfri crisis og má þá oftast finna einkenni liinnar yfirvofandi liættu, og eru það helzt svefnleysi, velgja, uppsölur, niðurgangur, mikill sviti ásamt vaxandi púls- hraða og hækkandi hita. Erfitt er þó að draga mörk milli yfirvof- andi og fullkominnar crisis. Talað er um mismunandi myndir af crisis thyreotoxica, eftir því, hvaða einkenni eru mest áberandi. Gastro-intestinal-mynd, þegar mest ber á uppsölum og niður- gangi, sem getur verið með öllu óstöðvandi. Þá er cerebral mynd crisis, þegar mest ber á ósjálfráðri hreyfingarþörf (motoriskum óró- leika), óráði og æði. Hinar skyndi- legu Baserowpsychoses má telja hér með, og loks skal geta conta Basedqwicum eða encephalopathia Basedowica, sem Zondek lýsti fyrstur. Sennilega er það þó aðeins lokastig crisis, ástandið rétt fyrir dauðann, því að eftir hyperkinesis og andlega vanstilling kemur vax- andi sljófleiki, máttleysi, coma og mors, og er Joessi lokaþáttur svip- aður hjá flestum crises, er komast á svo hátt stig. Skyndilegur collaps hefir og ver- ið talinn sem crisis thyreotoxica hjá Básedow-sjúklingi. Wijubladh segir frá einu slíku tilfelli. Við aðgreiningu frá öðrum sjúk- dómum koma til álits ýmsar aðrar truflanir eftir skurðaðgerð, svo sem paresis nervi recurrentis, sem veldur mikilli öndunartruflun, hæsi og jafnvel afonia. Einnig biæðing- ar eftir á (hæmatoma), sem valda miklum andþrengslum og geta lagt trachea saman. Nefna má tetania strumipriva, decompensatio cordis og pneu- monia postoperativa. Prognosis. Horfur eru slæmar fyrir sjúkl., er.fá crisis thyreotoxica. Zondek hafði lodauðsf. af i^crises Bansi — 25 — - 32 — E. Möller— 6 — -9 — Wijubladh 1 — - 5 — Crisis thyreotoxica hefir jafnan þótt einhver ægilegasta compli- catio, og Holst getur þess, að það hafi áður verið aðal causa mortis eftir thyreoidectomia, en nú megi með réttri undirbúningsmeðferð og strumectomia á réttum tíma gera hættu þessa hverfandi. Aðalástæð- una fyrir crisis postoperativa nú á dögum telur hann vera ófullnægj- andi eða ranga joðmeðferð. Hættulegust eru coma og melt- ingarfæratilfellin, þótt dæmi séu þess, að sjúkl. nái sér, jafnvel úr coma. án sérstakra aðgerða. Miklu máli skiptir að joð verki á sjúklinginn, því hafi hann, með ótimabærri joðgjöf, verið gerður

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.