Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 31.12.1941, Síða 14

Læknablaðið - 31.12.1941, Síða 14
152 LÆK NAB LAÐ I Ð heimili. Eftir þaö skildu leiöir, svo aö viö sáumst ekki nema á margra ára fresti, en skrifuöumst stund- um á. Öll hans æskuár var þaö ein- mælt um hann, aö hann virtist hverjum manni vel, og ætla eg aö svo muni veriö hafa alla tíö. Eftir aö eg fluttist hingað til Reykja- víkur fyrir rúmlega 3 árum, fundumst viö mjög oft og endur- nýjuöum hin gömlu kynni og átt- um saman marga ánægjustund. Vill þaö stundum veröa, er gamlir vin- ir finnast eftir langar fjarvistir, aö báðir veröa fyrir vonbrigðum. því að „tímarnir breytast og vér lika". En því fór fjarri, aö mér brygðist vonir um Magnús, er náin kynni tókust með okkur á ný: Hann var alltaf sami prúöi ágæt- isdrengurilm, er eg hafði kynnst í æsku, aðeins þroskaðri að aldri og vizku. Fáum hef eg kynnzt, er eg hafi jafn-ljóslega þótzt sjá og finna, aö hafi tekið aö erföum alla beztu kosti ágætra foreldra i þeim mæli, er hvorki var of né van. Áhugi hans og kapp lýsti sér að hverju sem hann gekk, en aldrei svo, að oflangt færi. Fjarri var honum það, að trana sér fram, en sótzt var eftir honum til trúnaöarstarfa, því að allir vissu, aö þaö rúm var vel varið, er hann skipaði, og að aldrei mundi hann nota aðstöðu sína sér i hag, en eingöngu beita kröftum sínum í þjónustu þess málefnis, er honum var faliö. Söm var afstaða hans til vina sinna: að gera þeim greiöa var hann boð- inn og búinn til, en að nota þá sér til framdráttar, eins og sumum er tamt — slíkt gat vist ekki svo mik- ið sem komið honum til hugar. „Reikning hjartað aldrei skildi”, mátti segja um hann i þessum skilningi, eins og Grímur komst að orði um Brynjólf Pétursson í erfi- ljóðunum eftir hann. Og ekki hygg eg það hafi komið fyrir, að hann hafi slitið vináttu við mann, sem hann taldi vin sinn á annað borð, þótt á öndverðum meið stæði í ein- hverju máli. iír mér kunnugt um dæmi þess, enda var órofa-tryggð og vinfesta eitt meðal kynföstustu eiginda ættarinnar. Það ræöur því að líkum, að hann var óvenjulega vinsæll og að söknuöur vanda- manna og viria er nú sár. Ekki þarf þó aö harma lians hlutskipti, því að tvísýnn gróði er að biða hárrar elli, og það eitt vist um framtíðina hérna megin, að „hún geymir hel og hildi", eins og Hann- cs Hafstein kvað svo spámann- lega aö oröi við byrjun þessarar aldar, þeirrar mestu skálmaldar, sem sögur fara af. Og hvort sem vor bíður á banadægri draumlaus svefn eða nýtt líf og starf, þá seg- ir réttlætiskennd vor oss, að óhætt sé aö treysta spámannlegum orð- um annars skálds, Stephans GI Stephanssonar, þeim, að „vonzkan aklrei á því góða hrín um eilífð". En að vísu er afhroð það, er vinir og vandamenn gjalda, því sárara sem prýðilegra manns er að sakna, og má því enginn lá, þótt harm- urinn yfir missi hans skvggi í svip á þá yissu, að eins og komiö var. mátti eigi kjósa annað hlutskijrti betra en hvildina honum til handa. Á gamlársdag 1941. S. J. Fundir í L. R. Á desemberfundinum — mið- vikudaginn 10. des. — var aðal fundarefnið erindi: „Um framtíð- arskipulag sjúkrasamlaga", er Jóh. Sæmundsson flutti. Erindi þetta verður væntanlega birt i Lbl.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.