Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: IvRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 28. árg. Reykjavík 1942. 2. tbl. . Stenosis pylori congenita. EFTIR KRISTBJOR Erindi flutt í L Rg- ætla aö fara hér nokkrum orðuni um barnasjúkdóm, sem er hreint ekki sjaldgæ.fur, en er Itæði hér og- annarsstaðar greindur allt of oft, en það er stenosis pylori congenita. Um þenna sjúkdóm, eins og marga aðra barnasjúkdóma, hefir staðið mikill styr og deilur og er sú deila alls ekki útkljáö enn. Það var danski barnalæknirinn Hirschprung, sem fyrstur lýsti sjúkdóminum 1887 og hélt hann því fram, að í öllum tilfellum fyndist organisk strictura á pyl- orus. Síðar hat’a komiS fram ýmsar tilgátur og kenningar meira eða minna sennilegar. Tvær kenning- arnar hafa oröitS lifseigastar. Pfaundler áleit, a'S hér væri um -? sjúkdóma aS ræSa, organisk þrengsli — stenosis pylori og func- tionell hreytingar — pylorus spas- mus. Monrad, Feer og fleiri neita þessu eindregið og segja, ab viö allar krufningar á hörnum, sem kliniskt hafi haft sjúkdóminn, hafi fundizt organisk þrengsli — of- vöxtur (hypertrofi) á vöfivun- N TRYGGVASON . R. í maí 1942 um, og hér sé aðeins um einn sjúk- dóm að ræða. Önnur kenning, sem margir hölluðust að um tíma, var sú, að hyér væri um krampa (spasmus) að ræða, en ofvöxturinn væri að- eins at’leiðing (secundær), vinnu hypertrofi. Þetta getur varla verið rétt, því hjá börnum, sem hafa kastað upp, í örfáa daga, liefir við krufningu fundizt svo mikil hypertrofi, að hun getur ekki hat’a myndazt á svo stuttum tima. Það sem flestir hallast að nú, er að hér sé um að ræða periodiska spasma í meðfæddum hypertrof- iskum pylorus. Það skýrir að vísu ekki allt um þenna dularfulla sjúkdóm, en þangað til annað sannara kemur frám, verður aö halda sig að því. í sambandi við þetta, er rétt að geta þess, að hypertrofian hverfur með aldrinum. Eftir 1—5 ár er pylorus orðinn alveg eðlilegur í flestum tilfellum, en fyrstu mán- uðina eftir að uppköstin hætta, finnst alltaf meiri eða minni hyp- ertrofia. Einkenni sjúkdómsins eru fyrst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.