Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1943, Side 9

Læknablaðið - 01.09.1943, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ til aS framkvæma bólusetninguna hér eftir þessari forskrift, því að til þess var hvorki nægt bóluefni né tími. Ef við hefSum átt aS hafa 20 þús. milljónir í hverjum ten- ingssentimetra hefSi ekki veriS unnt aS bólusetja nema tæpan helming allra þeirra barna, sem 1'ólkiS vildi fá bólusett, og út úr því hefSu mikil vandræSi getaS skapast, ef gera hefSi átt upp á milli þess hvaSa börn skyldi bólu- setja og hver ekki. Þar sem flestir hafa notaS io þús. milljónir pr. ccm. og margir meS sæmilegum árangri, var þaS ráS tekiS, til aS geta fullnægt eftirspurninni nokk- urnveginn, aS hafa 8 þús. milljónir i hverjum ccm., og bólusetja fjór- um sinnum alls, meS 4—7 daga millibili, fyrst meS 0.5 ccm. en síS- an þrisvar meS 1 ccm. MeS þessu móti var ráSgert aS livert barn fengi alls 28 þús. milljónir sýkla á 12—20 dögum. Þetta er mun hraSari bólusetning en annars er gert ráS fyrir, þar sem ætlast er til aS börnin verSi ekki ónæm fyrr en eftir 3—4 rnánuSi. En þega.r sóttin er komin á land er annaShvort aS framkvæma skjóta bólusetningu eSa ekki, því aS veikin bíSur ekki eftir aS allir séu bólusettir. Þar sem ónæmiS þurfti aS skapast s'kjótt var ekki notaS aluminium- hydroxyd saman viS bóluefniS, sem annars er mikiS notaS erlend- is. ÞaS seinkar mikiS resorbtion bóluefnisins, svo aS þaS siast hægt og hægt inn í blóSiS á löngum tíma og gefur meS því móti meiri og haldbetri mótefni. Hér varS re- sorbtionin aS ganga örar og var því ekkert álún notaS. Reaktion eftir bólusetninguna var lítil sem engin. Hjá einstöku börnum bar ofurlítiS á roSa og gat vottaS fyrir þrota á dælingarstaS, .ES en ekki er kunnugt um neina meiri háttar eSa skaSlega reaktion af dælingunum. Árangur af bólusetningunum. Engar skýrslur var unnt aS fá frá læknunum um bólusetningarn- ar og varS þvi aS afla þeirra meS öSru móti. EySublöS voru send foreklrunum til útfyllingar, meS spurningum urn bólusetninguna og árangur af henni. MeS þessu móti fengust þó ekki nothæf svör um meira en rúmlega 100 börn. Var þá þaS ráS upp tekiS, aS ganga til foreldranna og spyrja um bólusetn- inguna og árangur hennar. Tveir okkar (Sk. Th. og H. Á.) fóru í húsin, þar sem mæSurnar urSu alla jafna fyrir svörum. Þótt langt væri liSiS frá bólusetningunni (rúmt ár) var furSa hvaS góSar upplýsingar mæSurnar gátu gefiS, því aS venjulega mundu þær nokk- uS nákvæmlega hvenær barniS hafSi veriS bólusett og hve langt var um liSiS frá bólusetningu og þangaS til þaS veiktist. Reynt var aS ná í skýrslur um sem flest ó- bólusett börn til samanburSar, en vegna þess hve mikiS hafSi ver- iS bólusett reyndust óbólusettu börnin tiltölulega fá, ekki nema 122 alls. Alls fengust skýrslur um 883 bólusett börn, langsamlega flest á aldrinum o—8 ára. Af þeim voru 770 fullbólusett, en 118 veiktust áSur en bólusetningu var lokiS, eSa innan viku frá siSustu dælingu. 1 skýrslunum er gerSur greinar- munur á vægum, miSlungsþungum og þungum kighósta. MeS vægum kíghósta er átt viS aS barniS hafi engin sog fengiS. MeS miSlungs- þungum er átt viS aS barniS hafi fengiS 5—10 sog og meS þungum aS þaS hafi fengiS yfir 10 sog á sólarhring eSa lungnabólgu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.