Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1943, Síða 18

Læknablaðið - 01.09.1943, Síða 18
44 LÆK NAB LAÐIÐ áhrifa loftslagsins á líkamann svo sem ýmissa veöurbreytinga, t. d. aukins kulda samfara raka eSa næöingi, breytts loftþrýstings, á- stands loftrafmagns (ionisering). 2. Myosis, myopathia e functi- one, sem myndast hefir vegna of- reynslu um lengri tima, eða vegna langvinnrar þreytu. 3. Myotiskar breytingar þar sem um er að ræða truflun á efna- skiptum, hækkaðan l)!óðþrýsting, jafnvægisröskun á innri secretion. Skoðast myosis í slíkum tilfellum öllu frekar secunder. Um kælingu sem orsök til myosis er stuðst við greinargerð Francis Eack í bókinni ,,The Rheumatic Diseases“ eftir Sir Leonard Hill cg Phi'.ip Elleman. Kuldi crsakar í líkamanum re- flectoriska samdrætti í æðum húð- arinnar og vöðva þ°irra, sem liggja dýpra í sömu svæðum. Við þessa capiller blóð'ásar- truflun á stærri eða minni vöðva- svæðum, vegna áhrifa kuldans, verður autonom capiller samdrátt- ur með eftirfarandi capiller hyp- eræmi sem svo verður orsök til breytinga innan vöðvans. Verður nánar vikið að þessu síðar. Meðal hinna lærðu manna eru þó nokkuð skiptar skoðanir um hvort staðlíundin (local) kæling sé orsök til myosis. Goldscheider, Schade, og Lange, halda því fram að st"ðbimdin kæling sé orsök. Virðist capiller smásjárrannsókn á svæðum, sem orðið hafa fyrir kuldaáhrifum styðja þá skoðun. Aðrir, svo sem Lorenz og A. Schmidt, hafna slíku. Sennilegast er að hér muni mörg atriði bæði þekkt og óþekkt koma til greina eins og áður er nefnt. Myosis eftir kælingu getur ver- ið staðbundin eins og t. d. við „stífan háls“ (Torticollis) þar sem sár verkur kemur öðrumegin i hnakkavöðvana og sjúkl. á bágt með að hreyfa höfuðið vegna sár- sauka þar. Við þuklun finnast vöðvarnir stifir, harðir, spennt- ir, aumir. En stundum eru áhrif kælirgar almenn (universal), allir kannast við að albuminuria getur komið eftir kalt bað. Er mjög liklegt að vasomotor- kerfið hafi i þessum efnum all- mikla þýðingu. Fræðimaðurinn W. Petersen, sem mikið hefir fengist við að athuga áhrif veðurlagsins á menn, heldur því fram að veð- urfarið verki á likamann gegnum slétta vöðvakerfið og taugar æð- anna. Ahrif rafmagns loftsins hefir eflaust mikla þýðingu þegar um rheumatiska verki er að ræða. A ég þá við ionasion loftsins, en um slíkt eru skoðanir manna mjög á reiki ennþá. Dessauej- hefir kom- ist að raun um að neikvæð ionasion hefir góð áhrif, en jákvæð ionasion slæm. Langvinn áreynsla er næsta al- geng orsök til myotiskra b'eyt- inga. Mun revnt að skýra það nokkuð. Fræðimenn eru á eitt sáttir um það að vöðvafruma hefir efnaskipti (metabolismus) þ. e. frurnan tekur til sín súrefni frá blóðinu, breytir og notar það þeg- ar hún starfar. Fruman skilar aftur til blóðsins efnunum N og CO2. Vinna vöðvanna er á tvennan hátt. r. Statisk þ. e. vöðvi eða vöðva- flokkar halda lið eða lim, svo nefnt sé dæmi, í föstum sko'ðum. 2. Dvnamisk þ. e. vöðvi eða vöðva- flokkur hreyfa í lið eða lim. Ef vöðvaflokkur eða einstakur vöðvi starfar svo hratt að b’óðið sem flytur næringu til cellanna og úrgang frá þeinr, hefir ekki und- an að flytja burtu ónothæf úr-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.